Náttúrufræðingurinn - 1957, Síða 26
182
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
þeir einnig vel við í þetta skipti og kann ég þeim kærar þakkir fyrir.
Áður en aldursákvörðunin var gerð voru komnir hér á vettvang
tveir jarðfræðinemar, er báðir höfðu áhuga á að rannsaka móinn í
Seltjörn. Jón Jónsson, sem nú hefur lokið prófi í jarðfræði við há-
skólann í Uppsölum, hefur um nokkurra ára skeið unnið að rann-
sóknum á sjávarstöðubreytingum sunnan og vestanlands og m. a.
beitt þeirri rannsóknaraðferð, sem nefnist kísilþörungagreining
(diatoméanalyse), en hún leiðir í ljós, livort mýrarjarðvegur er mynd-
aður í söltu, hálfsöltu eða ósöltu vatni. Þorleifur Einarsson, er
stundar jarðfræðinám í Þýzkalandi, hefur einkum lagt stund á frjó-
greiningu (pollenanalyse). Síðustu árin höfum við Þorleifur í sam-
einingu mælt allmörg mýrasnið í nágrenni Reykjavíkur og athugað
í þeim öskulög, og hefur Þorleifur þegar frjógreint nokkur snið.
Varð það að ráði, að Þorleifur og Jón græfu snið gegnum Seltjarn-
armóinn og skyldi Þorleifur taka þar sýnishorn til frjógreiningar,
en Jón sýnishorn til kísilþörungagreiningar. Birta þeir árangurinn
af þessum rannsóknum hér á eftir, en fyrst skal í stuttu máli greint
frá aldursákvörðuninni á Seltjarnarmónum.
Mynd 1 er kort af Seltjörn og umhverfi liennar og sýnir legu
fjörumósins og sniða þeirra, sem um getur hér á eftir. Ljósmynd-
irnar 2 og 3 eru teknar um fjöru. Mynd 2 sýnir hvernig brimið lief-
ur soriið ofan af mómýrinni. Þeir móstallar, er eftir standa, eru til
að sjá sem litlir jökulsorfnir hvalbakar (roches moutonnées). Bak
við mósvæðið sést undirlag mósins, lábarin botnurð. Sést hún einn-
ig í forgrunni 3. myndar. Á þeirri mynd má greina dökka öskulag-
ið k neðarlega í skorna sniðinu. Bak við rekuna á myndinni sést í
forna mógröf, sjást margar slíkar í Seltjarnarmónum (sbr. einnig
2. mynd). Snið B (5. mynd), sem sýnishorn er tekið úr til aldurs-
ákvörðunar, er mælt í framhaldi til vinstri af sniðinu í forgrunni á
3. mynd, og er það syðst á mósvæðinu, en snið A, sem er frjógreint
og þörungagreint, er um 60 m norðar. Þessi snið þurfa ekki mikilla
skýringa við. Mórinn er venjulegur starmosamór. Neðstu 20 sm eru
þó nánast blöndun af starmosamó og eðju. Þorleifur Einarsson hef-
ur frjógreint sýnisliorn það, sem sent var til Yale og voru í því: Be-
tula 1%, Cyperaceae 93.3%, Gramineae 3.6%, aðrar jurtir 2.1% (alls
talin 191 frjó). Jón Jónsson hefur athugað kísilþörunga í sýnishorn-
inu og taldi hann alls 427 kísilþörunga. Þar af voru 72% þörungar,
sem lifa í lítið eitt söltu og einnig í talsvert söltu vatni, en fyrir-