Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 65
SITT AF HVERJU
219
lagi reyndist það vera dálítið geislavirkt, svo að unnt er að mæla
það í örlitlum skömmtum. Vegna þess, hversu technetíum er
geislavirkt, eyðist það tiltölulega fljótt (helmingunartími 220.000
ár). Er þar fengin skýringin á því, að það skidi ekki finnast í nátt-
úrunni, þar sem það magn af því, er kann að hafa verið til við
myndun jarðarinnar, er löngu horlið, og ekki er vitað um, að ný-
myndun þess eigi sér stað hér á jörðu, nema í kjarnakljúfum og
kjarnorkuhlöðum nútímans.
Því miður er magn það af technetíum, sem unnt er að framleiða,
svo lítið, að það mun ekki verða notað til málmhúðunar, nema í
mjög smáum stíl, svo sem í allra dýrustu og vönduðustu rannsókna-
tæki. En sökum hinna sérstæðu eiginleika sinna, mun það mjög vel
lagað til rannsókna á málmátu og málmhúðun.
Sigurður Pétursson.
Nýir fundarstaðir jurta 1956.
Carex pulicaris Hagastör. — Algeng í Hellisfjarðardal á Aust-
fjörðum í lækjarkinnum við Klifið og út fyrir Sveinsstaði. Haga-
störin er þarna rnjög þroskaleg og vex í breiðum, 12—20 cm há.
Juncus squarrosus Stinnasef. — Af því vex mikið nálægt Hofi
í Mjóafirði. Voru stærstu eintökin 45 cm á hæð, Þetta er annar
fundarstaður stinnasefs á Austurlandi.
Polygonurn sachalinense Risasúra. — Vex í görðum í Mjóafirði
og mun flutt inn af Norðmönnum í fyrstu. Hún breiðist i'it með
rótarsprotum og finnst nú einnig utan garðanna í Brekkuþorpi.
Verður meira en I m á hæð, með stór egg — hjartalaga blöð og
grænhvít blóm.
Af öðrum jurtum má nefna: Guflbrá að Hellnum og Stapa
;i S'næfellsnesi, gullstör og strandsauðlauk í vík vestan Svín-
hóla í Lóni, alurt að Hraunkoti í Lóni, skriðuhnoðri að
Fossgerði í Berufirði og íkornabygg í Hafnarfirði og Reykja-
vík.
Jngólfur Daviðsson.