Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 11
PÁLMI HANNESSON
167
gild í stað stórritgerðar. Hún var vélrituð og hefur ekki birzt á
prenti, en ýmsir fuglafræðingar hafa stuðzt við hana síðar (Fischer,
Timmermann). Praktiska verkefnið, sem Pálmi fékk á meistara-
prófi, var að kryfja afturfót kanínunnar (lepus cuniculus L) og lýsa
vöðvum hans, æðum, taugum og beinum. Lausn þessa verkefnis,
bæði ritgerðin og teikningarnar, sem henni fylgdu, þótti svo snjöll
og nákvæm, að þeir vandlátustu (C. M. Steenberg), sem um hana
dæmdu, notuðu hana til fyrirmyndar, þegar um þetta efni var
fjallað næstu ár. Meistaraprófinu lauk Pálmi með lofi í janúar 1926
og fluttist að því loknu jafnskjótt heim, gerðist kennari í náttúru-
fræði við Gagnfræðaskólann á Akureyri. Gegndi hann því embætti
til ársins 1929, er hann var settur rektor Menntaskólans í Reykja-
vik af þáverandi menntamálaráðherra Jónasi Jónssyni. Var hann
skipaður í embættið 4. september 1930 og gegndi hann þeirri stöðu
til æviloka, eða lengur en nokkur annar hafði gert.
Þegar Pálmi tók við rektorsembættinu var hann 31 árs, og mun
hann hafa verið yngstur þeirra manna, sem skipað hafa það virðu-
lega embætti. Við skólann kenndu þá ýmsir frábærir kennarar, eldri
en Pálmi og reyndir í embættum. Sóttu þeir flestir um stöðuna á
móti Páhna, og svo fannst ýmsum, að einhverjum þeirra hefði borið
staðan fremur en honum, ungum og óreyndum. Nokkur málastyr
varð um veitinguna og má geta nærri, að auðveld hefur viðtaka
embættisins ekki verið hinum unga rektor. Skulu þau mál ekki
rakin hér til hlítar. En skapfesta Pálma, karlmennska hans, skiln-
ingur og lipurð stóðst þá prófraun. Ekki er örgrannt um að nokk-
urrar beiskju gæti til sumra kennara skólans í fyrstu skólaskýrsl-
unni, sem frá Pálma hendi kom, en sú beiskja hvarf fljótt og ágæt
samvinna tókst yfirleitt með honum og kennurum skólans, sem
treystist því meir, sem árin liðu.
Að sjálfsögðu kenndi Pálrni náttúrufræði, og þeir, sem kennslu
hans nutu, minnast hans sem afburða kennara. Rödd hans var
hreimmikil og hlý og framsetning öll skýr og skemmtileg. Hann
hafði þann liátt á kennslu sinni, að hann lét nemendur rifja upp
námsefnið við og við með fáum skriflegum spurningum í lok
kennslustundar. Hann gat krafizt mikils af nemendum sínum og
hann var vandlátur um háttvísi skólanemenda og ástundun, hann
krafðist stundvísi af þeirn og gekk ríkt eftir að þeir færðu gildar
ástæður fyrir fjarvistum sínum. En hann var líka manna skilnings-
beztur á örðugleika þeirra og greiddi jafnan úr vandamálum þeirra,