Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1957, Síða 17

Náttúrufræðingurinn - 1957, Síða 17
PÁLMI HANNESSON 173 í Litluhlíð við Öskjuhlíð, og minnzt var á enn fleiri staði, sem til greina gætu komið fyrir nýtt menntaskólahús. I.oks skipar rnennta- málaráðneytið, með bréfi frá 2. apríl 1952, byggingarnefnd Mennta- skólans í Reykjavík, „er hafi með höndum undirbúning að bygg- ingu húss fyrir Menntaskólann í Reykjavík, þ. á. m. að ákveða, live stóra lóð skólinn þurfi“. Pálmi var formaður þessarar nefnd- ar, og meðnefndarmenn hans voru þeir Einar Erlendsson, þáver- andi húsameistari ríkisins og Hörður Bjarnason, skipulagsstjóri. Síðar samþykkti menntamálaráðuneytið, að fulltrúi frá nemenda- sambandinu fengi að sitja fundi byggingarnefndarinnar. Nefndin hóf störf sín með því, að ráða Skarphéðin Jóhannsson, húsameist- ara, sér til aðstoðar. Síðan voru lóðamál skólans vandlega yfir far- in og staðsetning væntanlegs skólahúss nákvæmlega athuguð. Leit- að var til bæjarráðs um lóð, sem væri fjórir hektarar að stærð, og með bréfi þess frá 3. maí 1952, til byggingarnefndar, er henni gefið fyrirheit um skólalóð sunnan Miklubrautar og austan Stakka- hlíðar. Var þvínæst unnið kappsamlega að nákvæmri staðsetningu skólahússins og að uppdráttum. 1. maí 1953 ákvað ráðuneytið, að hafizt skyldi handa um bygginguna á því ári, og síðar á árinu, eða með bréfi, dagsettu 11. ágúst 1953, til nefndarinnar, samþykkir ráðuneytið alla uppdrætti að skólahúsinu og heimilar að láta þá þegar hefja byggingu aðalhússins. Hófst gröftur fyrir grunni 15. september 1953 og var unnið við grunninn, þegar veður leyfðu fram eftir vetri. Þennan vetur var Pálmi veikur orðinn, og dvald- ist mikinn hluta vetrar erlendis undir læknishendi, eins og áður hefir verið sagt. Komu því störfin á herðar hinna nefndarmannanna, er höfðu eftirlit með öllu sem unnið var. Pálmi hafði haft kennara Menntaskólans jafnan með í ráðum við uppdrætti og skipan kennslustofa. Voru skoðanir sumra þeirra á byggingarmálum skólans yfirleitt nokkuð aðrar en rektors. Töldu sumir skólamenn, að hið fyrirhugaða menntaskólahús væri óþarf- lega stórt og að enn mætti um langt skeið halda áfram kennslu í hinu gamla menntaskólahúsi með hæfilegri tölu nemenda. í at- hugasemdum varðandi nýtt menntaskólahús, frá Einari Magnús- syni, yfirkennara, til byggingarnefndar skólans, gagnrýnir liann all- harðlega tillöguuppdrátt nefndarinnar, og leggur eindregið til að hann verði ekki lagður til grundvallar nýju menntaskólahúsi, og í skýrslu til fjárveitingarnefndar Alþingis um húsnæði fyrir mennta- skólakennslu í Reykjavík, frá sama kennara, er sömu gagnrýni á

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.