Náttúrufræðingurinn - 1957, Qupperneq 52
208
NÁTTÚRUFRÆÐINGURJNN
kríur með öllurn einkennum ársgamalla fugla í kríuvörpum, en
ólíklegt er, að þetta séu varpfuglar. Kríur á þessurn aldri líkjast
mjög fullorðnum fuglum í vetrarbúningi, eins og áður var getið,
en í kríuvörpum verður auk þess stundum vart við kríur, sem eru
með hvítt enni og skolrautt nef og fætur, en líkjast að öðru leyti
fullorðnum kríum í sumarbúningi. Menn virðast almennt vera
þeirrar skoðunar, að þetta séu einnig ársgamlar kríur, en þetta gætu
líka verið tveggja ára kríur. Þeir, sem aðhyllast þá skoðun, að þetta
séu ársgamlar kríur, halda því fram, að litur ársgamalla fugla, eftir
að þeir hafa klæðzt 1. sumarbúningi, geti verið mjög breytilegur.
Sumir séu eins á lit og fullorðnir fuglar í vetrarbúningi, aðrir eins
og fullorðnir fuglar í sumarbúningi, og enn aðrir standi hvað lit
snertir einhvers staðar þar á milli. Það er mjög vafasamt, hvort
þetta er rétt. Að minnsta kosti er sú skýring jafnlíkleg, að krían
klæðist ekki búningi fullorðinna fugla og verði ekki kynþroska
fyrr en hún er þriggja ára.
Krían er norrænn fugl og eru varpheimkynni hennar í íshafslönd-
um allt í kringum jörðina, svo og í nálægum löndum, er liggja að
norðanverðu Atlantshafi og Kyrrahafi. í Evrópu ná varpheimkynni
hennar suður til stranda Eystrasafts og Norðursjávar, og til Bret-
landseyja og eyja við Bretagne-skaga í Frakklandi. Á austui'strönd
Ameríku er hún varpfugl suður til Massachusetts og á vesturströnd-
inni suður tif Brezku Kólúmbíu. Á austurströnd Síbiríu er krían
varpfugl suður að Okotska-hafi og nokkuð suður með ströndum
þess að vestan, en á Kamtsjatkaskaga er hún ekki varpfugf svo vit-
að sé.
Kríur við norðanvert Atlantshaf, bæði austan hafs og vestan, og
ennfremur kríur nálægra íshafslanda, halda á haustin suður með
vesturströndum Evrópu og Afríku og alla leið til syðsta hluta At-
lantshafsins eða Suður-íshafsins. Það er athyglisvert í þessu sam-
bandi, að kríur frá Grænlandi og öðrum austlægum löndum Norð-
ur-Ameríku, skuli fyrst halda þvert yfir Atlantshafið til Evrópu og
síðan suður með vesturströndum Afríku, í stað þess að fara suður
með austurströnd Ameríku. Skýringin á þessu fyrirbæri er eflaust
sú, að með því að haga ferðum sínum þannig fara þær um hafsvæði
með tiltölulega köldum og átuauðugum straumum og tryggja sér
þar með betri lífsskilyrði en ef þær færu suður með austurströnd
Ameríku, þar sem heitir og átusnauðir straumar eru ríkjandi. Kríur,