Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 12
168
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
er við komu skóladvölinni, eftir föngum og af sanngirni. Strang-
astur var Pálmi og vandlátastur um sín eigin skólastörf.
I rektorstíð Pálma urðu ýmsar mikilsverðar breytingar í sögu
skólans og starfsháttum. Á námsefni og kennslutilhögun munu þær
breytingar róttækastar, sem leiddu af nýrri reglugerð, staðfestri 8.
febrúar 1937. Nafni skólans var þá breytt og heitir hann síðan
„Menntaskólinn í Reykjavík“. Gagnfræðadeildin var þá stytt um
eitt ár, en lærdónrsdeild aukin að sama skapi. Kennsla í stærðfræði
og eðlisfræði var aftur tekin upp í máladeild og latína í stærðfræði-
deild, en kennsla í náttúrufræði niður lelld í þriðja bekk. Örsteds
einkunnastigi var þá numinn úr gildi, en tekinn upp annai', þar
sem einkunnir eru gefnar í tölum frá 1—10, heilunr tölunr eða
finrmtu pörtum. Gildir sá einkunnastigi enn. Ýnrsar fleiri breyt-
ingar fylgdu þessari nýju reglugerð, þó að ekki séu þær hér gerðar
að umtalsefni. Önnur höfuðbreyting á háttum skólans verður, er
skólalöggjöfin frá 1946 gengur í gildi, og gagnfræðadeild hans er
afnumin. Var gagnfræðapróf síðast lraldið við skólann 1950. En
samkvæmt ákvörðun fræðslumálastjórnar hafði, frá því 1946, prófið
verið haldið sem landspróf í flestum námsgreinum, og verkelni
valin og úrlausnir dæmdar af sérstakri nefnd, skólanum óviðkom-
andi. Pálrni rektor lagðist eindregið gegn því að skólinn yrði svipt-
ur gagnfræðakennslu, og á þann liátt væru slitnar þær rætur, sem
skólinn sjálfur hefði ræktað og meginstofn lærdómsdeildar yxi síðan
upp af. Leituðu þá menntaskólarnir báðir heimildar Alþingis ti)
þess að þeir mættu halda gagnfræðakennslu áfram, en þeirri mála-
leitan var synjað og hefur eigi enn úr bætzt í því efni, að því er
við kemur Menntaskólanum í Reykjavík. Meðan skólinn hafði rétt
til gagnfræðakennslu, kom rektor því á, með samþykki kennslu-
málaráðherra, að Menntaskólinn hélt um nokkur ár námskeið fyrir
nemendur, sem bjuggu sig undir gagnfræðapróf utan skóla. Mun
óliætt að telja, að með því hafi mörgum efnalitlum aðkomunem-
anda verið gerð kleif hin kostnaðarsama leið, er til stúdentsprófs
lá fyrir þá.
Lík hugsun mun hafa legið að baki þeirri nýbreytni í skólanum,
er gerðar voru góðar stofur á efsta lofti skólahússins, sem áður var
ónotað að mestu, og hafðar fyrir heimavist, þar sem efnalitlir pilt-
ar, er heimili áttu utan Reykjavíkur, fengu ókeypis húsnæði, ljós,
hita og ræstingu. Var aðgerð á loftinu undirbúin áður en Pálnri
kom að skólanum, en heimavistin kom ekki til franrkvæmda fyrr