Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1957, Síða 18

Náttúrufræðingurinn - 1957, Síða 18
174 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN loft haldið, og lagt til að fótum sé stungið við í byggingarmálum menntaskólans í bili. Öll þessi gagnrýni mun hafa átt sinn þátt í, að ríkisstjórnin sá ástæðu til að byggingarmál Menntaskólans væru enn tekin til gaumgæfilegrar athugunar áður en lengra væri haldið í framkvæmdum. Þó vildu sumir ekki eiga þátt í að raska gangi máls- ins, m. a. af þeim sökum að hinn skipaði formaður byggingar- nefndar gæti ekki sakir sjúkleika erlendis skýrt viðhorf sitt til máls- ins. 24. apríl 1954 barst byggingarnefndinni bréf menntamála- ráðuneytisins, þess efnis, að það hafi nú í athugun livort halda skuli áfram byggingarframkvæmdunr við hið nýja menntaskóla- hús, og meðan slík athugun fari fram megi ekki halda byggingar- framkvæmdum áfram. Þar við sat er Pálmi rektor lézt. Skólastjórn og kennslustörf eru tínrafrek séu þau unnin af alúð, og árangur þeirra ekki öllum jafn auðsasr og hann er af ýmsum öðrum andlegum störfum. Ritstörf og útgáfustörf má vega og meta jafnóðum og þau liafa verið af lrendi leyst. Það liggur í eðli skóla- starfsins, að árangur þess leynist. Birtist hann síðar í þekkingu, hug og lrjarta nemandans, og þá á stundum undir hælinn lagt, að mun- að sé hver að þeim frækornum hlúði. Auk skólastarfsins vann Pálmi Hannesson drjúgum að rannsókn á náttúru landsins. í sumarleyf- unr sínum, einkum franran af ævi, fór hann rannsóknarferðir um landið, einkum hálendið, og lrefir hann skrifað allmargar ritgerð- ir, einkunr um jarðfræði íslands, þó meiri hluti atlrugana hans sé enn óbirtur í dagbókum. Á únglingsárum komst Pálmi í kynni við hálendið suður af Skagafjarðardölum, og vakandi eftirtekt hans þá á jarðlögunr og landslagi þess svæðis hvöttu síðar til fullkomnari rannsókna á lrálendi íslands. Sumarið 1922 átti hann leið unr Kjöl. Varð lrann þá þess var, að eldri uppdrættir af þessum slóðum voru til muna ónákvæmir. Sumarið eftir, eða 1923, naut hann rannsókn- arstyrks úr Danmerkurdeild sáttmálasjóðs til hálendisran'nsókna, og ákvað hann þá strax, að leiðin skyldi liggja til Arnarvatnslreið- ar, Kjalar og Eyvindarstaðaheiðar. Með Páhna í leiðangri þessum tóku þátt tveir ungir jarðfræðingar, þeir S. A. Andersen og Th. Bjerring-Pedersen, sem báðir höfðu og hlotið styrki frá sama aðila til íslandsrannsókna. Pálmi gerði grein fyrir rannsóknum sínum á þessum svæðum í tímaritinu „Rétti“ (Akureyri, 1927 og 1928). Fylgir þeim ritgerðum nýr og nákvæmari uppdráttur en til var af Kili áður. Þá er og gerð grein fyrir sköpun og aldri Kjalar. Niður-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.