Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 45

Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 45
KÍSILÞÖRUNGAR í SKLTJÁRNÁRMÓNUM 201 í The Botany of Iceland. Á síðari árum hefur annar danskur sér- fræðingur, Niels Foged, fengizt við rannsóknir á íslenzkum kísil- þörungum. Hefur hann m. a. rannsakað barnamoldina undir Rauð- hól við Hafnarfjörð, svo sem lesendum Náttúrufræðingsins mun kunnugt. 2. myncl. Kísilþörungar úr núverandi Seltjörn. a. Navicula latissima (Grey). b. Surirella striatula (Turpin). Stækkun 1000 x. — Diatoms from present Sel- tjörn. x 1000. — Ljósm. Jón Jónsson. Ég gat þess áðan, að mikið væri yfirleitt um kísilþörunga í ís- lenzkum mýrum. í mónum í Seltjörn er líka rnikið af þeim. Þegar mómyndunin í Seltjörn byrjaði, hefur samband tjarnar- innar við hafið að öllum líkindum verið algerlega slitið. Hin forna hafsvík var þá þegar orðin tjörn. Neðst í jarðvegssniði því, sem hér fylgir, eru algerlega ótvíræðar sjávarmyndanir nreð 90% saltvatnsþörunga,1) 6% þörunga, sem lifa 1) Þegar hér er talað um þörunga, er eingöngu átt við kísilþörunga.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.