Náttúrufræðingurinn - 1968, Qupperneq 33
NÁTT Ú RU FRÆÐINGURINN
25
Margar eru loðnar, eða vaxa í þéttum brúskum og smábreiðum,
sumar sérlega blaðþykkar. Allt er þetta gert til þess að þær standist
betur storma, þurrk og kulda. Skordýrin, sem fræva fjallablómin
halda sig líka niður við jörð. En hinar lágvöxnu fjallajurtir bera
margar Jtverjar stór og litfögur, ilmandi blóm. Virðast útfjólu-
bJáu geislarnir örva myndun sumra litarefna og einnig blómavöxt-
inn. Lágur liiti og þurrkur stuðla e. t. v. að hinu sama (sbr. hin
tiltöJulega stóru og litfögru fjalla- og melalrlóm á Islandi. Sum
garðblóm fá og skærari liti í norðlægum löndum og til fjalla, t. d.
stjúpublóm o. fl.
íslenzkar jurtir í Bieberliöeskarði:
Eg skrifaði í flýti upp íslenzku tegundirnar, sem ég sá á dálitlum
ltletti í skarðinu, í 2000—2039 m hæð yfir sjó. Vaxa þarna senni-
lega mun fleiri, en enginn var tími til rannsókna. Getur og eittlivað
reynzt ónákvæmt um greiningu.
Háskólinn í Innsbruck livað eiga rannsóknastofu í fjöllunum og
væri fróðlegt að dvelja þar um tíma. „íslenzku“ tegundirnar, sem ég
sá, eru þessar: Vallliæra, klófífa, mýrastör, fjallafoxgras, fjadasveif-
gras, val larsveifgras, firnungur, miklir snarrótartoppar, ilmreyr, smjör-
lauf. fjallasmári, ljónslöpp, maríustakkur, gullmura, mosasteinlrrjót-
ur, stjörnusteinbrjótur, mýrasóley, brennisóley, fuglaertur, hvítsmári,
rauðsmári, klappdúnurt, kúmen, skógarkerfill, aðalbláberjalyng, ltlá-
berjalyng, krækilyng, beitilyng, mosalyng, brúðberg, lokasjóður,
krossjurt, augnfró, fjalldepla, græðisúra, selgresi, bláklukka, grá-
jurt, grámulla, skariíífill, túnfífill, hóffífill, svínafífill, fagurfífill,
freyjubrá. Einir er fyrr nefndur. Einn burkna sá ég, líklega þúsund-
lúaðarós. Alls46 tegundir islenzkra blómjurta og einn burkni. Bæði
hreindýramosi og fjaJlagrös vaxa í skarðinu og sömuleiðis
mosarnir alkunnu freyjuhár og svarðarmosi. Samtals 51 is-
lenzk tegund. Það þætti gott uppi á Öræfajökli.
Hið neðra tekur við skógur og suðræn jurtafélög. Alls vaxa efa-
laust á annað hundrað tegunda, íslenzkra og erlendra, í skarðinu,
um 2000 m yfir sjó. Geta má þess til samanburðar, að efst í fjallinu
Kerlingu við Eyjafjörð vaxa 10 tegundir blómjurta í 1535 m ltæð,
þ. á. m. jöklasóley og vetrarldóm.
Skógarmörk lauftrjánna í Alpafjöllum munu vera í um 1500 m
hæð til jafnaðar. Dreifðir víðirunnar o. fl. laufrunnar klifra þó