Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 68
54
NÁTTÚRUFRÆÐ] NGURINN
því líklegt, að ferðir til Lakagíga muni stóraukast á næstu árum,
enda sannarlega til mikils að vinna að komast þangað. En ég heiti
á alla, er þangað leggja leið í bíl, að forðast að aka á bílum upp
eftir gjall- og vikurgígum. Slíkur akstur spillir mosagróðrinum, sem
þarna er til svo mikillar prýði. Það á að ganga á Lakagíga en ekki
aka á þá. Ekki veit ég aðrar gönguleiðir skemmtilegri eða forvitni-
legri en eftir þessari stórbrotnu, fjölbreyttu og litríku gígaröð, þar
sem stöðugt ber fyrir augu eitthvað nýtt og óvænt. Útsýni yfir gíga-
röðina er bezt af Laka (sbr. mynd I) og er ráðlegt að ganga á það
fjall. Gígaröðin norðaustan í I.aka er dæmalaust skemmtileg með
sínum óvenjulega fallegu hrauntröðum, er liggja niður frá henni
til suðausturs (6. mynd), en þó er enn skemmtilegra að ganga eftir
gígaröðinni suðvestur frá Laka allt suður að gígtjörn þeirri, er fyrr
getur, og niður hrauntraðirnar suðaustur frá henni.
Einmitt vegna þess, að æskilegt er að veita með vegabótum sem
flestum tækifæri til að skoða Lakagíga, er nauðsynlegt að sjá um leið
til þess, að þessi furðulega náttúrusmíð verði ekki spjölluð að
óþörfu. Rétt væri að fá þar til hæfa menn til að leggja bílaslóðir
í hæfilegri fjarlægð frá gígunum og upp að Laka að norðan, jafn-
vel upp á fjallið, og skylda ökumenn síðan til að fylgja þessum
slóðum og fara ekki á bílunum út af þeim. Er jafnframt rétt að
friðlýsa Lakagíga og Laka sem náttúruvætti, svo að setja megi að
lögum reglur um akstur og umgengni. Slíkt yrði engum til tjóns,
en svæðinu vonandi til nokkurrar verndar.
Skaftáreldar leiddu á sínum tíma yfir íslenzka þjóð einhverjar
þær mestu hörmungar, sem hún hefur orðið að þola, en samtímis
skópu þeir Lakagíga, náttúrufyrirbæri, sem ekki á sinn líka.
SUMMARY
The Lakagígar eruption of 1783 and the Lakagígar crater row.
by Sigurdur Thorarinsson
The Lakagígar eruption (in Icelancl commonly called Skaftáreldar = the
Skaftá Fires) in 1783 is the biggest lava eruption on earth in Historical Times
and perhaps the biggest postglacial one, and its crater row, Lakagígar, is one
of the most impressive ones built up by a single fissure erujttion.
The first scientist to visit Lakagígar was Sveinn Pálsson in 1794. Although
some prominent geologists and volcanologists have since then visited this crater
row (A. Helland in 1881, Þ. Thoroddsen in 1893, K. Sapper in 1906, H. Reck