Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 9
Ndttúrufr. - 57. árgangur - 1.-2. hefti - 1.-112. síða - Reykjavik, april 1968
r
Dr. phil. Arni Friðriksson, fiskifræðingur
22. desember 1898 — 16. október 1966.
Þegar Árni Friðriksson i'æddist, á næst síðasta ári 19. aldarinnar,
voru uppgangstímar í íslenzkum útgerðarmálum. Sú þróun hófst
í byrjun aldarinnar og stóð í nánu sambandi við afnám einokunar-
innar og þann þjóðarmetnað er við það skapaðist. Þilskipaveiðar
hófust í Faxaflóa í byrjun aldarinnar og voru þau skip byggð hér
á landi, mest 8—10 tonn, en þróunin var ekki ör. Áxið 1828 voru
skipin 16, en einungis 25 árið 1853. Veruleg aukning varð fyrst á
skipakosti Islendinga er þeir fóru að kaupa segltogara af Brteum,
þegar þeir byrjuðu veiðar með gufutogurum. Þessi skip voru hér
notuð til línuveiða og voru á síðasta tug aldarinnar keypt liingað
um 90 skip, þannig að árið 1902 var skipastóllinn 162 skip, 50—90
tonn að stærð. Það ár náði þessi þxóun hámarki sínu, jxví á næstu
árurn urðu Jxessi skip að víkja fyrir mótorbátum og gufutogurum.
Samtímis þessu jukust einnig veiðar útlendinga hér við land og
þá séistaklega veiðar brezkra togara og kornu þær veiðar miklu
róti á hugi manna og töldu ýmsir að togararnir myndu útrýma öll-
um fiski af Islandsmiðum.
Árið sem Árni Friðriksson fæddist, var Bjarni Sæmundsson bú-
inn að starfa 4 ár á Islandi, að afloknu nánxi síixxx í Kaupmanna-
höln og var að leggja grundvöllinn að hinu mikla brautryðjenda-
starfi sínu á sviði fiskirannsókna. Á þessxuxx árunx var einnig að
vakna erlendis skilningur manna á nauðsyn þess að vita nánari
deili á lífinu í sjónum og þá sérstaklega áhrifum hinna aukixu veiða
á fiskstofnana og sem afleiðing Jxess var Alþjóðahafrannsóknaráðið
stofnað árið 1902 og skyldi Jxað samræma hinar nýbyrjuðu sjó- og
fiskirannsóknir í Norðuratlantshafi.
Árni Friðriksson fæddist 22. desemlxer árið 1898 og voru foieldr-
ar hans þau hjónin Friðrik Sveinsson og Sigríður Árnadóttir er
lxjuggu að Króki í Ketildalahreppi í Vestur-Barðastrandarsýslu.