Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 112
98
NÁTTÚRU F RÆÐINGURINN
II. KUÐUNGAR, Gastropoda.
Böggvi Acteon noae (J. Sowerby) II.
Fundizt hafa aðeins tvö eintiik, annað slæmt en liitt mjög sæmi-
legt. Tegundin nú talin útdauð.
Gjarðaböggvi Acteon tornatilis (Linné) II—III.
Fundizt hafa allmörg eintök, sum mjög góð. Stærðin lík og er nú
á tegundinni hér við land.1)
.......Adeorbis cf. pulchralis (S. V. Wood) II—III.
Allmörg góð eintök. Kuðungurinn er flatvaxinn, naflinn mjög
áherandi, munninn að mestu kringlóttur, vindingarnir 5 að tölu,
fara að mestu jafnminnkandi frá munna að nefi, hyrnan lág, kuð-
ungurinn traustur eftir stærð, sem vart er yfir 7 mm á breidd.
Tegund þessi lifir nú ekki hér við land og hefur ekki íslenzkt nafn.
....... Nassa? prismatica (Brocchi) III.
Eitt eintak 14 mm langt. Sæmilega heillegt. Kuðungur þessi er
nokkuð líkur smáum beitukóng en mynztrið á hyrnunni er all
fráhrugðið við nána skoðun og hyrnan hlutfallslega lengri. Einn
kuðungur af Nassidae (Gagarsætt) lifir nú liér við land, er það
N. incrassata (Ström), sem nefndur hefur verið hrimgagar.
.......Hydrobia ulvae (Pennant) III.
Aðeins tvö góð eintök 5 og 7 mm að lengd, kuðungurinn er
langur miðað við gildleika, hyrna nærri helmingur af lengd kuð-
ungsins, munninn lítill, perulaga. Tegundin lifir nti ekki hér við
land, en er í Norðursjó og saltari hluta dönsku sundanna.
Nákuðungur Nucella (Purpura) lapillus (Linné) II—III.
Tvö eintök allstór og mjög góð og nokkur smærri, eintökin eru
efnismikil og lögun ekki sýnilega önnur en á þeim kuðungum,
sem nú lifa hér við mið-suðurströndina.
Meyjarpatta Natica clausa (Brod & Sowerhy) III.
Allmörg sæmileg eintök af mismunandi stærð, 2 eintök eru fullt
eins stór og núlifandi kuðungar af tegundinni; nú lifir hún á
0—150 m dýpi hér við land.
i