Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 86

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 86
72 NÁTT Ú RU FRÆÐINGURINN ísland (6). Vegna ferils þess, sem fallstraumurinn í Kambsleiru myndar, má ætla, að um sé að ræða fyrirbrigði, þar sem bæði langs- og þversveiflur eiga sér stað í sjónum, eins og gerist i stórum flóum eða innhöfum. Samkvæmt reikniaðferðum, sem ekki verða raktar hér, er tímamunur sveiflnanna 3 stundir, og tímamunur flóðs (eða fjöru) sitt hvoru megin flóans 6 stundir. í Faxaflóa öltum er flóð á nær sama tíma, svo að þetta sveiflufyrirbrigði getur ekki verið bundið við Faxaflóa einan, heldur er hann hluti miklu stærra haf- svæðis, sem hefur sveifluhniit sinn suður í hafi. Hinn eiginlegi flói er allt norðanvert Atlantshaf. Þannig verða sjávarfallabylgjur Faxaflóa svokallaðar „þvingaðar bylgjur". Sé gerð sérstök athugun á þeim kemur aftur í Ijós, að sveiflupunkturinn liggur langt utan við mynni Faxaflóa. Nú verður rætt um hinn stöðuga hafstraum. Straumhraðinn í 20 metra dýpi reyndist vera um 9 cm/sek, en í 50 metra clýpi var hann um 6 cm/sek. Ætla má, að straumhraði í yíirborði hafi verið meiri, og a. m. k. um 10 cm/sek. Niðurstöður þessara straummælinga sýna, að straumurinn leitar til norðvesturs á þessum stað í Kambsleiru. Meginstefna álsins er um 300°, en stefna strand- lengjunnar er um 330°. Hinn stöðugi hafstraumur virðist því leita heldur á landið á þessum stað (sjá töflu), og það meir í 20 metra dýpi en í 50 metra dýpi, enda er það í samræmi við stefnu áls og strandlengju. Suðausturstraumur væri fullt eins líklegur á þessum stað, einkum vegna botndýpis, en sem fyrr segir gengur állinn inn úr djúpi Faxaflóa til suðausturs. En hvaðan kemur sjórinn, sem streymir um staðinn úr suðaustri? Þessu til atliugunar var reiknuð rit meðaleðlisþyngd sjávar í efstu 30 metrunum fyrir allan Faxa- flóa og djúpt út af honum. Til þessara reikninga þarf hitastig og seltu sjávarins, en athuganir á þeirn voru gerðar á öllu þessu svæði frá yfirborði til botns dagana 9.—11. ágúst (5. mynd). Það er almenn regla, að streymi sjávar er þannig háttað, að sjór er eðlisléttari á hægri hönd straumstefnunnar en á vinstri hönd hennar. Þetta atriði er þó háð ýmsum forsendum, sem fyrr segir. Á 5. mynd eru sýndar niðurstöður útreikninganna og jafneðlisþyngdarlínur dregnar. Myndinni til skýringar skal taka fram, að aðeins aukastafir fyrir aftan kommu eru tilgreindir, þannig að t. d. stærðin 27.00 merkir eðlisjryngdina 1.02700. Myndin virðist styðja niðurstöður beinu straummælinganna í Kambsleiru, og jafnframt gefur hún hugmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.