Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 78
64
N Á T T Ú RU FRÆÐINGURINN
Svend-Aage Malmberg:
Beinar straummælingar á hafi úti
Straummælingar í Faxaflóa
12.-13. 8. 1966
I Inngangur
Mælingar á straumhraða í sjó eru meðal erliðari viðfangsefna
á sviði hafrannsókna. Víða eru yfirborðsstraumar kunnir af athug-
unum skipa á algengum siglingaleiðum. Á skipunum er haldin
dagbók og gerðar staðarákvarðanir. Með því að bera saman athug-
aðan stað skipsins og ágizkaðan stað þess eftir leiðarreikningi, fæst
mælikvarði á strauminn. Þá má einnig fá yfirlit um yfirborðsstraum
með því að varpa út straumflöskum og safna upplýsingum um rek
þeirra. Slíkar athuganir verða þó alltaf ónákvæmar borið saman við
beinar straummœlingar með til þess gerðum tækjum. Algengt er
einnig að reikna út straumhraðann á heilum hafsvæðum, bæði í yfir-
borði og í djúplögum, út frá eðlisþyngd sjávarins á svæðinu. hetta er
unnt, ef eðlisþyngdin er jrekkt í mismunandi dýpi á nægilega
mörgum stöðum. Slíkir reikningar eru þó ýmsum forsendum háðir,
sem æskilegt er að geta prófað með beinum straummœlingum.
II Stutt yfirlit um beinar straummælingar við Island
Beinar straummælingar hafa lítið verið gerðar í hafinu við ís-
land, og þá nær eingöngu hin síðari ár. Vísindamenn ýmissa þjóða
liafa mælt hafstrauma milli íslands og Færeyja, suður af íslandi,
og einnig milli Grænlands og íslands. Einkum eru jrað Bretar og
Þjóðverjar, sem gert hafa þessar mælingar, en Norðmenn eiga einn-
ig hlut að máli, m. a. með þátttöku íslendinga í ýtarlegum mæling-
um, sem gerðar voru milli Grænlands og Islands haustin 1963 og
1965 (1,4). Veturinn 1967 voru og gerðar miklar straummælingar
í Grænlandshafi á kanadíska hafrannsóknaskipinu „Hudson“, en
auk Kanadamanna stóðu Bandaríkjamenn og Bretar að þeim rann-
sóknum.