Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 68

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 68
54 NÁTTÚRUFRÆÐ] NGURINN því líklegt, að ferðir til Lakagíga muni stóraukast á næstu árum, enda sannarlega til mikils að vinna að komast þangað. En ég heiti á alla, er þangað leggja leið í bíl, að forðast að aka á bílum upp eftir gjall- og vikurgígum. Slíkur akstur spillir mosagróðrinum, sem þarna er til svo mikillar prýði. Það á að ganga á Lakagíga en ekki aka á þá. Ekki veit ég aðrar gönguleiðir skemmtilegri eða forvitni- legri en eftir þessari stórbrotnu, fjölbreyttu og litríku gígaröð, þar sem stöðugt ber fyrir augu eitthvað nýtt og óvænt. Útsýni yfir gíga- röðina er bezt af Laka (sbr. mynd I) og er ráðlegt að ganga á það fjall. Gígaröðin norðaustan í I.aka er dæmalaust skemmtileg með sínum óvenjulega fallegu hrauntröðum, er liggja niður frá henni til suðausturs (6. mynd), en þó er enn skemmtilegra að ganga eftir gígaröðinni suðvestur frá Laka allt suður að gígtjörn þeirri, er fyrr getur, og niður hrauntraðirnar suðaustur frá henni. Einmitt vegna þess, að æskilegt er að veita með vegabótum sem flestum tækifæri til að skoða Lakagíga, er nauðsynlegt að sjá um leið til þess, að þessi furðulega náttúrusmíð verði ekki spjölluð að óþörfu. Rétt væri að fá þar til hæfa menn til að leggja bílaslóðir í hæfilegri fjarlægð frá gígunum og upp að Laka að norðan, jafn- vel upp á fjallið, og skylda ökumenn síðan til að fylgja þessum slóðum og fara ekki á bílunum út af þeim. Er jafnframt rétt að friðlýsa Lakagíga og Laka sem náttúruvætti, svo að setja megi að lögum reglur um akstur og umgengni. Slíkt yrði engum til tjóns, en svæðinu vonandi til nokkurrar verndar. Skaftáreldar leiddu á sínum tíma yfir íslenzka þjóð einhverjar þær mestu hörmungar, sem hún hefur orðið að þola, en samtímis skópu þeir Lakagíga, náttúrufyrirbæri, sem ekki á sinn líka. SUMMARY The Lakagígar eruption of 1783 and the Lakagígar crater row. by Sigurdur Thorarinsson The Lakagígar eruption (in Icelancl commonly called Skaftáreldar = the Skaftá Fires) in 1783 is the biggest lava eruption on earth in Historical Times and perhaps the biggest postglacial one, and its crater row, Lakagígar, is one of the most impressive ones built up by a single fissure erujttion. The first scientist to visit Lakagígar was Sveinn Pálsson in 1794. Although some prominent geologists and volcanologists have since then visited this crater row (A. Helland in 1881, Þ. Thoroddsen in 1893, K. Sapper in 1906, H. Reck
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.