Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 8
2
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
t. d. C. Grönlund (1868, 1876) norðan- og suðvestanlands, K.
Rosenvinge (1886) í Reykjavík, Ólafur Davíðsson (1897—98) í Gríms-
ey og Eyjafirði, Mörck (1820), F. Faber (1819—21), J. Steenstrup
(1840—41) og Hooker (1813). Af þeim, er síðar fengust við þörunga-
söfnun, má nefna Bjarna Sæmundsson, Stefán Stefánsson, R. Hörr-
ing og A. C. Johansen.
A seinustu árum hafa svo Sigurður Jónsson, W. Adey og höfundur
Jressarar greinar safnað íslenzkum sæþörungum, sá fyrstnefndi eink-
um við Surtsey og Vestmannaeyjar.
Rannsóknir árin 1963—1968.
Þar sem flestar heimildir um botnþörungagróður við Island eru
ekki nýrri en frá síðustu öld og upphafi þessarar aldar, var þörf
frekari rannsókna. Þær hófust svo árið 1963, og hefur höfundur
síðan á hverju sumri rannsakað strandlengju landsins, ákveðið og
afmarkað svæði ár hvert, og notið til J>ess styrkja úr Vísindasjóði.
Megintilgangur þessara rannsókna er að fá yfirlit yfir þörunga-
gróðurinn allt umhverfis ísland.
Strömfelt benti fyrstur á greinilegan mun milli þörungagróðursins
við austurströndina, sem verður fyrir áhrifum svalsjávar, við suður-
og vesturströndina J:>ar sem atlantssjór er ríkjandi og norðurströnd-
ina þar sem hans gætir í allnokkrum mæli, einkum að sumarlagi.
Það gat því orðið mjög fróðlegt að rannsaka, hvernig þörunga-
gróðurinn breyttist í hlutfalli við áhrif tveggja fyrrnefndra sjó-
gerða, og það sama mátti segja um dreifingu einstakra tegunda
við strendur landsins.
Einnig þurfti að athuga þörungamagnið, því að tegundir, sem
finnast í stórum stíl, geta orðið mikilvægt hráefni síðar meir. Þör-
unga má nota í ýmsum greinum matvæla- og efnaiðnaðar, en einnig
sem áburð og fóðurbæti handa húsdýrum.
Hér á eftir verður gefið stutt yfirlit yfir rannsóknir höfundarins.
Suðurland — 1963.
Höfundur hóf rannsóknir sínar árið 1963, og var Jrá rannsökuð
suðurströnd landsins vestanverð, nánar tiltekið svæðið milli Ölfus-
ár og Þjórsár.
Ströndin er þarna berskjölduð fyrir ágangi úthafsöldunnar. Þar
er Jx> um eins kílómetra breitt fjörubelti, á Iiraunlagagrunni, með