Náttúrufræðingurinn - 1970, Qupperneq 12
6
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Strandlónin, sem liggja skammt frá opnu hafi, eru venjulega með
grýttum eða sendnum botni. Gróður þessara lóna er allfrábrugð-
inn þeim, sem er í lónunum, er ofar liggja. Þar eru Laminaria-
tegundir eins og L. digitata f. cucculata og L. saccharina f. linearis,
einnig Alaria esculenta (breiðblaða), er allar uxu á Lithothamnia,
Corallina officinalis og ýmsum rauðþörungum, svo sem Membrano-
ptera alat.a, Odonthalia dentata, Rhodomela lycopodioides, Phyco-
drys rubens, Delesseria sanguinea o.fl.
Það er líka athyglisvert, að töluvert af rekþangi fannst á þessu
svæði, og þá einkum rauðþörungar undir sjó, Laminaria hyperborea,
Desmareslia viridis, D. ligulata, D. aculeata o.fl.
í stuttu máli: við suðurströnd íslands, á því svæði sem rannsak-
að var, er ríkulegt magn af Fucaceae-pörungum (Ascophyllum no-
dosum, Fucus vesiculosus), svo og af tegundum, er vinna má úr
agar, eins og t.d. Gigartina stellata og Chondrus crispus (fjöru-
grös). Þá voru söl, Rhodymenia palmata víða í allstórum stíl á
þessu svæði.
Laminaria vex hins vegar þar sem erfitt er að ná til hennar, og
þess vegna óvíst, hvort þaravinnsla borgar sig á þessum stað. Á
bröttum klettum fast við fjöruborðið óx aðallega mjóblaða af-
brigðið Laminaria digitata f. stenophylla.
Vestfirðir — 1964
Sumarið 1964 hélt höfundurinn áfram rannsóknum sínum, og
þá á vesturströnd landsins. Helgi Jónsson (1910) telur norðvestur-
ströndina svæðið milli Látrabjargs og Hornbjargs.
Nákvæmar rannsóknir voru gerðar á suðurströnd Dýrafjarðar, en
auk þess tókst höfundinum að komast á ýmsa aðra staði þar vestra,
svo sem Arnarfjörð, Sauðanes í Súgandafirði, Æðey á ísafjarðar-
djúpi og Látravík við Hornbjarg.
En þetta sumar horfðu rannsóknirnar nokkuð öðruvísi við en
þær höfðu gert áður. Fyrsta sumarið, 1963, var rannsakaður þörunga-
gróður á strönd mót opnu liafi, þar sem mest áherzla var lögð á
dreifingu tegundanna og magn jreirra með tilliti til hugsanlegrar
nýtingar síðar meir, en rannsóknirnar sumarið 1964 beindust eink-
um að því að safna upplýsingum um þörungagróðurinn í íslenzkum
firði, sér í lagi vaxtarskilyrði hans.
í þessu skyni var suðurströnd Dýrafjarðar könnuð. Athuganir