Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 26
20
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
var á Austfjörðum. Algengustu gróðursamfélögin við Ólafsfjörð
voru Petalonia fascia — P. zosterifolia — Scytosipho?i lomentaria,
Chorclaria flagelliformis og Halosaccio?i ramantaceum — Rhodomela
lycopodoides — Rhodyme?iia palmata.
Loks var Grimsey rannsökuð þetta sumar og haust, en hún liggur
við heimskautsbaug. Samt reyndist þörungagróðurinn þar með tals-
verðum atlantískum svip. Bæði Corallina officinalis og Ceramium-
tegundir voru allalgengar þar í fjörupollum á hallandi klöppum á
vesturliluta eyjarinnar.
Við útjaðar klettanna var yfirleitt mikið af Halosaccion ramenta-
ceum, og innan um uxu Ulva lactuca, Rhodymenia palmata og
Rhodomela lycopodioides.
Vegna þess hve brimasamt er þarna, náði gróðurinn hátt upp í
fjörubeltið og upp fyrir Joað, og á klappahöllum uxu Ulothrix-teg-
undir í fjörunni og Prasiola-tegundir fyrir ofan fjörumörk. Þar sem
var hins vegar brattara reyndist Ulothrix-beltuS fremur mjótt, en
við tók oft svæði, vaxið Rhodocorto??. Á nokkrum stöðum á norður-
strönd Grímseyjar, }>ar sem brimið var mest, fundust dvergafbrigði
(1—2 cm á hæð) af sölvum, Rhodymenia palmata, Halosaccion rame?i-
taceum og Fucus distichus subsp. a?iceps. Svo smávaxin afbrigði
höfðu hvergi fundizt annars staðar á ströndum íslands.
En þrátt fyrir norðlæga breiddargráðu ber þörungagróður Gríms-
eyjar yfirgnæfandi atlantískan svip.
Snæfellsnes, Barðaströnd — 1967.
Sumarið og haustið 1967 hélt höfundur áfram rannsóknum sínum,
og þá á Snæfellsnesi og Barðaströnd.
Þörungagróðurinn á Snæfellsnesi er greinilega atlantískur, þó að
í ýmsu sé hann frábrugðinn gróðrinum á suðurströndinni.
Á Snæfellsnesi eru nyrztu útbreiðslumörk tegundanna Chondrus
crispus og Pelvetia canaliculata og suðurmörk tegundarinnar Dilsea
edulis. Á Suðurlandi og við Snæfellsnes reyndist mjög mikið af
Dumontia incrassata, en norðar fundust aðeins af henni örfá eintök
á stöku stað.
Á hallandi klöppum mót opnu hafi mynduðu Gigartina stellata
og Laethesia difformis geysimiklar breiður, og Dilsea edulis kom Jrar
einnig við sögu. Þar sem var óvarðast, viku Jressar tegundir fyrir
Callithamnio?i arhuscula.