Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 26

Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 26
20 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN var á Austfjörðum. Algengustu gróðursamfélögin við Ólafsfjörð voru Petalonia fascia — P. zosterifolia — Scytosipho?i lomentaria, Chorclaria flagelliformis og Halosaccio?i ramantaceum — Rhodomela lycopodoides — Rhodyme?iia palmata. Loks var Grimsey rannsökuð þetta sumar og haust, en hún liggur við heimskautsbaug. Samt reyndist þörungagróðurinn þar með tals- verðum atlantískum svip. Bæði Corallina officinalis og Ceramium- tegundir voru allalgengar þar í fjörupollum á hallandi klöppum á vesturliluta eyjarinnar. Við útjaðar klettanna var yfirleitt mikið af Halosaccion ramenta- ceum, og innan um uxu Ulva lactuca, Rhodymenia palmata og Rhodomela lycopodioides. Vegna þess hve brimasamt er þarna, náði gróðurinn hátt upp í fjörubeltið og upp fyrir Joað, og á klappahöllum uxu Ulothrix-teg- undir í fjörunni og Prasiola-tegundir fyrir ofan fjörumörk. Þar sem var hins vegar brattara reyndist Ulothrix-beltuS fremur mjótt, en við tók oft svæði, vaxið Rhodocorto??. Á nokkrum stöðum á norður- strönd Grímseyjar, }>ar sem brimið var mest, fundust dvergafbrigði (1—2 cm á hæð) af sölvum, Rhodymenia palmata, Halosaccion rame?i- taceum og Fucus distichus subsp. a?iceps. Svo smávaxin afbrigði höfðu hvergi fundizt annars staðar á ströndum íslands. En þrátt fyrir norðlæga breiddargráðu ber þörungagróður Gríms- eyjar yfirgnæfandi atlantískan svip. Snæfellsnes, Barðaströnd — 1967. Sumarið og haustið 1967 hélt höfundur áfram rannsóknum sínum, og þá á Snæfellsnesi og Barðaströnd. Þörungagróðurinn á Snæfellsnesi er greinilega atlantískur, þó að í ýmsu sé hann frábrugðinn gróðrinum á suðurströndinni. Á Snæfellsnesi eru nyrztu útbreiðslumörk tegundanna Chondrus crispus og Pelvetia canaliculata og suðurmörk tegundarinnar Dilsea edulis. Á Suðurlandi og við Snæfellsnes reyndist mjög mikið af Dumontia incrassata, en norðar fundust aðeins af henni örfá eintök á stöku stað. Á hallandi klöppum mót opnu hafi mynduðu Gigartina stellata og Laethesia difformis geysimiklar breiður, og Dilsea edulis kom Jrar einnig við sögu. Þar sem var óvarðast, viku Jressar tegundir fyrir Callithamnio?i arhuscula.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.