Náttúrufræðingurinn - 1970, Qupperneq 27
NÁTTÚRUFRÆÐI NGURINN
21
Undir klettum, sem slúttu fram, reyndist tegundin Plumaria
elegans mjög gróskumikil.
Flest þörungasamfélögin á Snæfellsnesi voru þau sömu og á suður-
ströndinni.
Þetta sama sumar var farið til rannsókna á Barðaströnd. Hún er
tiltölulega opin og óvarin og skiptast þar á sandhallar og klappa-
hallar. Sums staðar var breitt fjörubelti, annars staðar hólmar og
klettar. Það var því engin furða, þótt mikið væri af Fucaceae-tegund-
um, eins og t. d. í Reykhólasveit. Aftur á móti óx lítið af Gigartina
stellata á svæðinu.
í stórum, sendnum lónum, sem víða finnast þarna, var ein-
kennisgróðurinn Dictyosiphon-tegundir, Chordaria flagelliformis og
Chorda filnm. Það er einnig eftirtektarvert, að á hallandi klöppum
voru dæmigerð gróðursamfélög, og lítið fannst af Corallina offi-
cinalis.
Það er líklegt, að Breiðafjörður sé millistig milli hlýtempraða
gróðursins við suðurströndina og kaldtempraða gróðursins á Vest-
fjörðum.
Hin mikla gróska Laminaria saccharina og L. digitata í djúp-
gróðurbeltinu er athyglisverð í svo tiltölulega grunnum firði. Phyl-
lopliora membranifolia, Ph. hrodiaei,Polysiphonianigrescens, Gloeo-
siphonia capillaris og risavaxin Cystoclonium purpureum reyndust
algengustu og fjölskrúðugustu rauðþörungarnir í ytra strandbeltinu.
Þar sem áætlanir eru uppi um að nýta hið auðuga þörungamagn
í Breiðafirði í náinni framtíð, voru nokkrar af fjölskrúðugustu
tegundunum þurrkaðar og sýnishornin greind til að athuga innihald
þeirra af ösku, fitu og eggjahvítuefnum. Þessar tegundir mætti senni-
lega uppskera um leið og Laminaria og nota í alginate-framleiðslu.
Sumar rauðþörungategundirnar reyndust hafa mikið af eggjahvítu-
efnum og mætti ef til vill nota þær í kjarnfóður eða í matvæla-
iðnaðinum.
Þar sem mjög breitt djúpgTÓðurbelti er við strönd Breiðafjarðar,
og auk þess víðáttumikið fjörubelti með nokkrum ætum þörunga-
tegundum og það í talsverðu magni, er þetta hentugasta svæðið til
þörungavinnslu, sem enn hefur fundizt á Islandi. Þörf er þó á mjög
auknum rannsóknum, bæði á gróðurfarinu og magni og efnis-
innihaldi þeirra þörunga, er til greina koma sem hráefni. Þessar
rannsóknir þyrfti að gera allan ársins hring.