Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 27

Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 27
NÁTTÚRUFRÆÐI NGURINN 21 Undir klettum, sem slúttu fram, reyndist tegundin Plumaria elegans mjög gróskumikil. Flest þörungasamfélögin á Snæfellsnesi voru þau sömu og á suður- ströndinni. Þetta sama sumar var farið til rannsókna á Barðaströnd. Hún er tiltölulega opin og óvarin og skiptast þar á sandhallar og klappa- hallar. Sums staðar var breitt fjörubelti, annars staðar hólmar og klettar. Það var því engin furða, þótt mikið væri af Fucaceae-tegund- um, eins og t. d. í Reykhólasveit. Aftur á móti óx lítið af Gigartina stellata á svæðinu. í stórum, sendnum lónum, sem víða finnast þarna, var ein- kennisgróðurinn Dictyosiphon-tegundir, Chordaria flagelliformis og Chorda filnm. Það er einnig eftirtektarvert, að á hallandi klöppum voru dæmigerð gróðursamfélög, og lítið fannst af Corallina offi- cinalis. Það er líklegt, að Breiðafjörður sé millistig milli hlýtempraða gróðursins við suðurströndina og kaldtempraða gróðursins á Vest- fjörðum. Hin mikla gróska Laminaria saccharina og L. digitata í djúp- gróðurbeltinu er athyglisverð í svo tiltölulega grunnum firði. Phyl- lopliora membranifolia, Ph. hrodiaei,Polysiphonianigrescens, Gloeo- siphonia capillaris og risavaxin Cystoclonium purpureum reyndust algengustu og fjölskrúðugustu rauðþörungarnir í ytra strandbeltinu. Þar sem áætlanir eru uppi um að nýta hið auðuga þörungamagn í Breiðafirði í náinni framtíð, voru nokkrar af fjölskrúðugustu tegundunum þurrkaðar og sýnishornin greind til að athuga innihald þeirra af ösku, fitu og eggjahvítuefnum. Þessar tegundir mætti senni- lega uppskera um leið og Laminaria og nota í alginate-framleiðslu. Sumar rauðþörungategundirnar reyndust hafa mikið af eggjahvítu- efnum og mætti ef til vill nota þær í kjarnfóður eða í matvæla- iðnaðinum. Þar sem mjög breitt djúpgTÓðurbelti er við strönd Breiðafjarðar, og auk þess víðáttumikið fjörubelti með nokkrum ætum þörunga- tegundum og það í talsverðu magni, er þetta hentugasta svæðið til þörungavinnslu, sem enn hefur fundizt á Islandi. Þörf er þó á mjög auknum rannsóknum, bæði á gróðurfarinu og magni og efnis- innihaldi þeirra þörunga, er til greina koma sem hráefni. Þessar rannsóknir þyrfti að gera allan ársins hring.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.