Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 34
28
N ÁT T Ú RU F RÆÐINGURINN
norðan skurðarins. En hrís- og lyngmóarnir þarna eru einkum lágir
móarindar eða hryggir, sem ná frá miðbiki svæðisins út undir
bakka Miklavatns. Þessir rindar eru yfirleitt mjóir á þverveginn og
teygja sig mýradrög á milli Jreirra. Má segja, að höfuðeinkenni
landslagsins á þessum slóðum séu mýraflákar eða mýradrög og móa-
rindar, sem sem skiptast á. Austan til í miðhólfinu, alveg frá stóru
tjörninni, sem skurðirnir opnast í, liggur samfelld rnýri eftir
Skógum endilöngum og alveg suður í suðurhólfið. Svo sem sjá
má á yfirlitsmyndinni, liggur nyrðri skurðurinn í suður og suð-
vestur, áður en hann beygir alveg til vesturs yfir að Miklavatni.
Þar sem skurðurinn sveigir í vestur greinist mýri sú, sem nefnd
var hér áður, í tvo mýrafláka og liggur annar vestur með skurð-
inum, en hinn suður eftir svo sem fyrr greinir. Hluti mýraflákans,
sem liggur í vestur, kemur fram norðan skurðarins. Þessi mýri
öll eins og hún leggur sig lá undir vatni árið 1967. Bakkarnir
meðfram endilöngum Héraðsvötnum, en þeir teljast til suður-
liólfsins, eru aftur á móti Jrurrustu svæðin í Skógum ásamt móun-
um í sama hólfi. En þessir móar eru frábrugðnir mólendinu í hinum
hólfunum að því leyti, að allur gróður er sneggri, einkum er sunn-
ar dregur, lyng minnkar og hrísið er að mestu horfið. Má segja,
að hér taki við grasmóar, sem konra í stað hrís- og lyngmóanna í
miðhólfinu. Þegar talað er um hrís- og lyngmóa í merkingunni
Jrurrlendi, verður að hafa það hugfast, að Skógar er óshóhnasvæði
og þeir móar, sem eru þurrir i dag, geta verið undir vatni á morg-
un. Má því segja, að mýrateygingar séu víðast hvar á milli hrís-
og lyngmóanna.
Gróður í Skógum er annars mjög grózkumikill, enda mun bú-
fé lítið hafa verið látið ganga Jrar. Gróðurinn er einhæfur, hrís
og lyng (kræki- og bláberjalyng), svo og gras- og starartegundir, eru
ríkjandi í norður- og miðhólfinu. í suðurhólfinu hverfur hrísið og
lyngið að mestu svo sem fyrr segir. Þessi munur á gróðri hefur
eflaust stuðlað að ólíkri dreifingu fuglalífs á svæðinu, einkum Jró
andalífi, en endur leitast við að dylja hreiður sín í hrísrunnum.
Árið 1967 fundust t.d. ekki nema 2 andarhreiður í suðurhólfinu af
75 andarhreiðrum fundnum það ár á öllu svæðinu, eða tæp 3%.
Auk hinna ríkjandi gróðurtegunda er mosi víða, og gulvíðir er
allalgengur. Grávíðir vex og víða, en lítið á hverjum stað. Á sendnu
svæðunum vex mjög mikið af hrossanál. í tjörnum og skurðum