Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 36

Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 36
30 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN vex gulstör og fergin, mari og lófótur, en gulstör og mýrastör eru algengustu mýrajurtirnar. Hér hefur verið drepið á megineinkenni Skógasvæðisins, og skal nú vikið nánar að fuglalífinu. Alls hef ég séð 40 tegundir fugla á svæðinu (snjógæsartegundin ekki talin með) og alls fundust 693 hreiður 28 tegunda. Rétt er að taka fram, að æðarfugli, hettumáfi og kríu er sleppt, þegar um samanlagðan hreiðrafjölda er að ræða. Af áðurnefndum hreiður- fjölda voru 273 grágæsarhreiður eða 39,4% og 322 andarhreiður eða 46,5%. Eftirfarandi athuganir voru skráðar um hvert fundið hreiður: 1. Tegund, staður, dagsetning hreiðurfundar og hreiðurstað- hættir. 2. Fjöldi eggja (eða unga) og útungunarstig mælt með vatnspróf- un (0 = óungað, 1 = lítið stropað, 2 = mikið stropað, 3 = ungað). Endur og gæsir byrja að liggja á hreiðri, áður en þær eru full- orpnar, og er aðeins átt við hreiður með mikið stropuðum (2) eða unguðum (3) eggjum þegar í tegundaskrá er talað um fullorpna fugla. Öndunum, svo og grágæsinni, eru gerð betri skil en öðrum teg- undum, í fyrsta lagi vegna einstaklingsfjölda þessara tegunda, en 595 hreiður (85,9% allra fundinna hreiðra) skiptast milli einungis 11 tegunda anda og gæsa, og því skiptast aðeins 98 hreiður milli 14 annarra tegunda. Og í öðru lagi vegna tegundafjölda anda, en alls sáust 12 tegundir í Skógum af þeim 16, sem vitað er að verpa hérlendis, og urpu 11 þeirra í Skógum og tel ég þá æðarfugl með. I Skógum hefur orðið vart allra þeirra buslandategunda (grá- anda), sem vitað er að verpa hér á landi, alls 6 tegunda. Hreiður fimm þessara tegunda fundust á svæðinu, en ekki tókst að finna hreiður gargandar. Þær buslendur, sem urpu í Skógum, voru því þessar: stokkönd, rauðhöfðaönd, grafönd, urtönd og skeiðönd. Um hegðun buslanda í varplöndunum er þetta helzt að segja. Blikarnir héldu sig að langmestu leyti í mýrunum, meðan koll- urnar lágu á. Algengast var, að þeir fuglar, sem sáust á tjörnunum á svæðinu, væru pör. Buslendur sáust aldrei á sjálfum Héraðs- vötnum, en voru algengar á Borgarvík og Miklavatni. Öll buslandahreiður voru í svipuðu gróðurlendi, langoftast í hrísrunnum eða innan um bláberja- eða krækilyng, og kemur það
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.