Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 40

Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 40
34 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN án dúns. í þeim tilvikum hefur sennilega verið um endurvarp að ræða. Fyrir kom, að vatn flæddi í hreiðrin eða hreiðurefnin blotn- uðu um of. Bar mest á þessu árið 1967, enda mikill vöxtur í Héraðsvötnum það vor. Yfirleitt reyndist fremur auðvelt að finna grágæsarhreiðrin, a. m. k. þau, sem voru í hrísrunnum, því dúnninn, sem er mjög ljós, festist í hrísinu og olli því, að hreiðrið sást úr nokkurri fjarlægð. I kringum lágu hólana voru gjarnan hærri þúfur og stærri en annars staðar og því dýpri lægðir á milli þeirra, en í þeim voru flest þau hreiður, sem voru á slíkum stöðum. Þessi hreiður sáust aftur á móti ekki fyrr en alveg var komið að þeim. Eins og fyrr segir fundust 273 grágæsarhreiður, flest árið 1967, 88 talsins. Hjá 140 fullorpnum fuglum var þessi eggjafjöldi: 1 egg í 6 hreiðrum, 2 egg í 26 hreiðrum, 3 egg í 29 hreiðrum, 4 egg í 19 hreiðrum, 5 egg í 36 hreiðrum, 6 egg í 16 hreiðrum, 7 egg í 4 hreiðrum, 8 egg í 1 hreiðri og 9 egg í 1 hreiðri. Meðaleggjafjöldi í hreiðri var 4,0 egg. Eins og taflan sýnir var mesti eggjafjöldi í hreiðri 9 egg. Þar hafa sennilega tveir fuglar orpið í sama hreiðrið. Grágæsirnar voru flestar fremur styggar við hreiðrið, flestar flugu snemma af, en sumar kúrðu sig þó niður og biðu í lengstu lög. Meðan gæsin lá á hreiðrinu sóttu karlfuglarnir mest á mýrarnar og héldu sig þar í hópum, en einnig sáust grágæsir á Miklavatni og á Héraðsvötnum. Heiðagæs (Anser brachyrhynchns). Einu sinni varð þessarar tegundar vart í Skógum. Aðfaranótt 10. júní 1966 sást stakur fugl í grágæsahópi á mýrunum í miðhólfinu. Stuttu seinna flaug hann brott og hvarf úr augsýn. Stokkönd (Anas plalyrhynchos). Stokköndin var í meðallagi al- geng í Skógum. Ætla ég, að árlegur fjöldi varppara hafi verið um 15. Alls fundust 34 hreiður, flest árið 1967 eða 11, og næstflest árið 1966 eða 9. Hjá 17 fullorpnum fuglum var eggjafjöldinn þessi: 5 egg í 1 hreiðri, 7 egg í 1 hreiðri, 8 egg í 3 hreiðrum, 9 egg í 7 hreiðrum og 10 egg í 5 hreiðrum. Meðaleggjafjöldi í hreiðri verður 8,8 egg og er það meiri eggjafjöldi en hjá nokkurri annarri buslönd á Skógasvæðinu, sem hæfar voru til samanburðar. Rauðhöfðaönd (Anas penelope). Rauðhöfðaöndin var algeng- asta varpöndin á svæðinu. Árlegur varpparafjöldi var 35 til 40. Alls fundust 114 hreiður á athuganaárunum, flest árið 1966 eða 37. Hjá 42 fullorpnum fuglum var eggjafjöldinn þessi: 6 egg í 3 hreiðr-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.