Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 44

Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 44
38 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Hávella (Clangula hyemalis). Hávella var með sjaldgæfari varp- öndum á svæðinu. Áætlað er, að árlegur fjöldi varppara hafi verið 7. Aðeins 5 hreiður fundust, tvö með 8 eggjum (útungst. 1 og 3), tvö með 7 eggjum (útungst. 3 í öðru þeirra, en ekki vitað í hinu) og eitt með 4 eggjum og 1 unga. Þótt hér sé aðeins urn að ræða 5 hreiður, var reynsla mín sú, að kollurnar við þessi hreiður hafi verið öllu varari um sig en aðrar andategundir. Voru þær oftast farnar af hreiðrinu nokkru áður en komið var að því án þess að sæist til þeirra, og höfðu breitt yfir eggin, sem voru ilvolg, eða þær sátu sem fastast, svo að við sjálft lá, að hægt hafi verið að snerta kollurnar á hreiðrinu. Hávellur sáust bæði á Miklavatni og á Borg- arvík, en sjaldnar inni á sjálfu varpsvæðinu. Hrafnsönd (Melanitta nigra). Á árunum 1964 til 1966 var hrafnsönd álíka algeng og stokkönd, þ. e. á svæðinu hafa verið ca. 15 pör. Þegar ég svo kom í Skóga árið 1967 hafði átt sér stað breyting, þar sem henni hafði fækkað verulega. Það ár sáust aðeins 2 pör 3. júní, 1 par 4. júní og 1—2 pör seinna, eða allmiklu færri pör en árin áður. Allir þessir áðurnefndu fuglar sáust á sama svæðinu, rétt ofan við hólmana á mótum Borgarvíkur og Héraðs- vatna. Gæti það bent til þess, að alltaf hafi verið um sömu fuglana að ræða. í samræmi við það hef ég áætlað, að ekki hafi fleiri en 4 pör orpið á svæðinu árið 1967. Árið 1968 virtist enn minna um hrafnsönd en árið áður. Sá ég ekki eina einustu hrafnsönd á svæðinu, en taldi mig hins vegar finna eitt hreiður með 2 köldum eggjum. Engra fugla varð þó vart við þetta hreiður. Er ekki útilokað, að strand olíuskipsins Torrey Canyon við Bretlandsstrendur í marz 1967 hafi átt einhvern þátt í þessari fækkun, en vetrarheimkynni íslenzkra hrafnsanda munu vera á þeim slóðum. Eins var farið um hrafnsöndina og aðrar kafendur (æður þó frátalin), að hún var lítið byrjuð að verpa, þegar athuganir áttu sér stað. Alls fundust 6 örugg- lega greind hrafnsandarhreiður, en við þau öll sást kollan. Eitt hreiðrið fannst 12. júní 1964 með 5 eggjum (0). Næstu 3 hreiður fundust 8. júní 1965, og var eitt þeirra með 2 eggjum og tvö með 7 eggjum hvort (öll útungst. 0). Svo fannst hreiður 10. júní 1966 með 2 eggjum (0) og 1 rauðhöfðaandareggi, en síðasta hreiðrið fannst árið 1969 og voru 8 egg (1) í því. Einnig fundust nokkur hreiður, sem að líkindum hafa verið hrafnsandarhreiður, en við þau sáust engar kollur og eru þau því ekki talin með, enda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.