Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 57
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
51
stoinunarinnar 1969. Auk téðra fundarstaða sléttakóngs við ísland
er tegundin kunn við Noreg norðan við Lófóten á 1187 metra dýpi,
hefur einnig fengizt á milli Suðureyja og Færeyja, við Svalbarða,
í Karahafi, við Novaya Zemlya, í Barentshafi, við Franz Josefsland,
við Baffinsland og Nýfundnaland, svo og við Austur- og Vestur-
Grænland. Utbreiðslusvæði sléttakóngs sýna ótvírætt, að hér er
um hánorræna tegund að ræða. Egghulstur tegundarinnar eru fá
og samlímd, líkt og er hjá beitukóngi. Eggjabú hafa tvívegis fundizt
í Reyðarfirði. í fyrra skiptið 18. maí 1898 á 113—150 metra dýpi
og í síðara skiptið 29. maí 1905 (út af Svartaskeri). Dýpi óþekkt.
Turrisipho lachesis (Mörch)
Skuldarkóngur
Sipho lachesis G. O. Sars 1878, s. 274; tfl 15, m. 6.
Siphonorbis lachesis Odhner 1910, s. 14.
Siplio lachesis Bárðarson 1919, s. 67.
Sipho lachesis Thorson 1941, s. 82.
Sipho lachesis Óskarsson 1962, s. 117, ni. 104.
Af þessari tegund fékk ég 3 eintök, öll án dýrs, en skelin var alveg
fersk að útliti. Stærð eintakanna var sem hér segir:
Hæð í Breidd í
mm mm
58 19
57 18
39 14
Tvö eintakanna voru með 10 vindingum.
3. mynd.
Tvö egghulstur af
skuldarkóngi.
(Two egg-capsules of
Turrisipho lachesis).