Náttúrufræðingurinn - 1970, Qupperneq 65
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
59
hafna á opinberum grasasöfnum, skrifa flórulista einstakra staða og
landsvæða, og þannig safnast smátt og smátt heimildir, sem nota
má til að gera eftir útbreiðslukort einstakra tegunda.
Heimildirnar eru í fyrstu dreifðar í plöntusöfnum og ótal rit-
gerðum, stórum og smáum, sem birtast í tímaritum og bókum. Gildi
þeirra kemur ekki að fullu frarn, fyrr en þeim hefur verið safnað
saman og unnin úr þeim útbreiðslukort. Þar sem hinar skráðu heim-
ildir eru venjulega listar allra plöntutegunda ákveðins staðar eða
landsvæðis, þarf að stokka þær upp og draga út alla fundarstaði
sönru tegundar á einn stað. Þetta er þrautavinna fyrir mannshug-
ann, en tilvalið verkefni fyrir gataspjaldatækni, ef heimildasöfnun
er skipulögð eftir vissum reglum. Enda þótt mikið hafi verið unnið
að því af íslenzkum grasafræðingum síðan fyrir aldamót að safna
heimildum um útbreiðslu plantna, er þó enn svo mikið ógert, að
full þörf er á tilraunum til að endurskipideggja heimildasöfnun.
Það getur bæði orðið til að nýta betur þá heimildasöfnun, sem
framkvæmd er, og einnig auðveldað tæknilega úrvinnslu heimild-
anna í framtíðinni.
Bretar hafa verið brautryðjendur með nýjungar á þessu sviði
síðasta áratuginn. Fyrir fáum árum kom út bók þar með nákvæm-
um útbreiðslukortum flestallra tegunda háplantna, byggðum á fOx
10 km reitkerfi. Þetta rit verður án efa ómetanlegt grundvallarrit
fyrir margs konar rannsóknir þar í landi um langa framtíð. Raunar
mátti heita, að hjá þeim væru síðustu forvöð að skjalfesta náttúrlega
útbreiðslu margra tegunda í landi sínu, þar sem þéttbýlið og
iðnaðurinn gjörbreytir skilyrðunum fyrir gróðurinn; margar teg-
undir hverfa óðum af stórum svæðum og aðrar leggja undir sig
landið. Grundvöllur fyrir verki sem þessu er, að til sé heppilegt
reitkerfi af landinu, sem fella megi með nægilegri nákvæmni inn
á landabréf í stórurn mælikvarða. Reitkerfið þarf að vera afmarkað
af beinum línum og jafnstórum, rétthyrndum reitum. Af þeim
sökum er ekki heppilegt að nota lengdar- og breiddarbauga, sem
mynda bognar línur á þeim kortum, sem til eru af landinu í
nægilega stórum kvarða. Slíkt mundi einnig hafa í för með sér
talsverðan stærðarmismun á reitum sunnan lands og norðan. Notk-
un reitkerfis sem þessa er til hagræðis við heimildasöfnun og opn-
ar möguleika á tæknilegri úrvinnslu heimildanna og prentun kort-
anna.