Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 31
NÁT l'ÚRUFRÆÐINGURINN
173
G L
B A
]. mynd. — Yfirlitsmynd af uppsetningu rafdráttartækja, þar sem sterkju-
lilaupsbakki er láréttur. Myndin í horninu lil vinstri að ofan er flatarmynd af
sterkjuhlaupsbakka.
A. Ker fyrir dúa; B sama og A, nema fyrir -f skaut; C. Skil-ju’l milli flúnels-
brúar og skauts; D. Flúnel-brú, sem sýgur upp dúa tir kerinu og gefur jtannig
leiðni í sterkjuhlaupið; E. Sterkjuhlaupsbakki (perplex); E. Raftæki, sent
gefur frá sér stöðuga spennu (V) eða stöðugan straum (mA); G. Sterkjuhlaup
með dúa; H. Skurður í sterkjulilaupið, þar sem sýnum (prufunt) er komið fyrir
í síupappír (filter-pappír); I. I’lastfilma til þess að hindra uppgufun úr
sterkjuhlaupi; J. Skaut, gerð úr platínu-vír; K. Kerdúi; I.. Síupappír með sýni.
eggjahvítu kemur hér við sögu, en sá er stærð og lögun sameind-
anna. Rafdráttur í sterkjuhlaupi er byggður á þessu tvennu:
1. Hleðslu eggjahvítu-sameindanna.
2. Stærð og lögun þeirra.
Aðferðiu er í stuttu máli þessi: Buið er til sterkjuhlaup með
jtví að blanda saman völdum dúa (dúi = buffer), þ. e. upplausn,
sem vinnur gegn breytingu á sýrustigi innan ákveðinna marka, og
sérstaklega tilreiddri (hydroliseraðri) sterkju í ákveðnum hlutföll-
um. Þetta er síðan liitað og hrært í því, unz blandan verður tær.