Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 45
NÁTTÚ RU FR.'KÐI N G U R 1 N N
187
Unnsteinn Stefánsson:
Fáeinar athuganir á efnafræði Mývatns
sumarið 1969
Inngangur.
Frá því að Vatnamælingar Orkumálastofnunarinnar hófust árið
1947 hafa verið gerðar skipulagðar og kerfisbundnar mælingar á
rennsli fallvatna og dýpi stöðuvatna hér á landi undir stjórn
Sigurjóns Rists. Ern slíkar athuganir ómetanleg nndirstaða nndir
allar frekari vatnarannsóknir. Mjög litlar rannsóknir hafa aftur á
móti verið gerðar á efnafræði íslenzkra stöðuvatna, ef frá eru taldar
örláar athuganir, sem undirritaður framkvæmdi fyrir nokkrum ár-
um í samvinnu við veiðimálastjóra, Þór Guðjónsson. Frekari rann-
sóknir á þessn sviði eru mjög aðkallandi, ekki aðeins Irá fræðilegu
sjónarmiði heldur einnig í hagnýtum tilgangi. Þekking á helztu
þáttum efna- og eðlisfræði stöðuvatna og fallvatna er nauðsynleg
til þess að geta skilgreint eðlisástand og framleiðslugetu þeirra og
er })ví forsenda ýmissa líffræðirannsókna. F.fna- og orkubúskapnr
einstakra vatna er einnig mikilvægnr liður í sambandi við fiski-
rækt, sem ætla má, að eigi sér mikla framtíð hér á landi.
Mývatn er sennilega meðal gróðursælustu og auðugustu stöðu-
vatna hér á landi miðað við flatarmál. Sem kunnugt er, hefur
silungsveiði ávallt verið mikil í vatninu og reynzt Mývatnsbænd-
um drjúg búbót. í líffræðilegu tilliti er Mývatn mjög áhuga-
vert. Lífsskilyrði eru þar hin ákjósanlegustu og dýralíf fjölbreytt.
Mývatn er sannkölluð paradís áhugamanna um fuglaskoðun og
býður auk þess upp á fjölbreytileg rannsóknaverkefni.
í byrjun þessarar aldar gerðu þeir Ostenfeld og Wesenberg-Lund
(1906) samanburðarrannsóknir á svil’i í Mývatni og Þingvallavatni.
Sumarið 1923 gerði Poulsen (1924) nokkrar athuganir á dýralífi
Mývatns og Lamby (1941) á árunum 1930—1934. Dr. Finnur
Guðmundsson hóf líffræðilegar rannsóknir á vatninu árið 1939 á