Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 8
150
N ÁTT ÚRU F RÆ ÐINGURINN
þetta er jafnlent, innri hlutinn gróðurlítill, en utan til og með-
fram Jökulsá er allmikið gróið land.
Vesturöræfi, hálendið milli Jökulsár á Brú og Snæfells, er slétt
og mishæðalaust að kalla norður að Hrafnkelsdal og Jökuldal og
víðast vel gróið. Svo er einnig til norðurs og austurs, út Fljótsdals-
heiði og Fellaheiði. Heiðartungan mjókkar út eftir og er nær öll í
500—700 m h. y. s. Heiðarflæmi þessi eru sums staðar þakin möl
og jökulruðningi. Þar eru mýrar og flóar með holtum á milli, og
urmull er af tjörnum og smávötnum í lægðum. Frá þeim renna
nokkrar ár. Hölkná og Eyvindará eru helztar af þeim og falla til
Jökuldals, en Bessastaðaá og Hengifossá falla austur af heiðinni.
Gródurlendi
Eftir gróðri skiptist svæðið um jökulsá á Brú. Vestan árinnar
eru, eins og að framan greinir, miklar gTÓðurleysur, en austan henn-
ar víðáttumikil, samfelld beitilönd með fjölbreyttu gróðurfari.
Tafla 1 sýnir skiptingu gróðurlenda á Möðrudals- og Brúar-
öræfum, Vesturöræfum, í’.yjabökkum og Fljótsdalsheiði.
Það, sem öðru fremur einkennir hin takmörkuðu gróðurlendi á
Möðrudals- og Brúaröræfum, er valllendisgróðurinn, sem þekur
um fjórðung af grónu landi. Á hinum svæðunum er lítið valllendi
eða aðeins 0,3—1,4%. Og til frekari samanburðar má nefna, að á
afréttum á Suðurlandi er það að meðaltali 3—4% af grónu landi.
Grös eru eftirsóttustu plönturnar fyrir búfé í sumarbeitarhögum, og
hafa gróðurlendi á Möðrudals- og Brúaröræfum Jrví liátt beitargildi.
Á Vesturöræfum, Eyjabökkum og Fljótsdalsheiði eru mýrar og
flóar um og yfir helmingur af grónu landi. í mýrunúm eru eink-
um ríkjandi stinnastör, fífa og grávíðir, en í flóunum fífa, ljósa-
stör og hengistör. Þetta votlendi er yfirleitt leifar af freðmýrum og
sést enn víða móta fyrir freðmýrarrústum.
Auk votlendisgróðurlendanna eru á þessum svæðum víðáttu-
miklir hálfgrasa- og sefmóar, sem eru yfirleitt til orðnir við það,
að votlendið þornar. Við Jrað breytist gróðurfarið fyrst þannig, að
stinnastör, grös og smárunnar, einkum grávíðir, verða ríkjandi,
og hefur þessi gróður hátt beitargildi. Við frekari Jrornun verða
þursaskegg, móasef og krækilyng ríkjandi, en við það rýrnar beitar-
gildið.