Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 8

Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 8
150 N ÁTT ÚRU F RÆ ÐINGURINN þetta er jafnlent, innri hlutinn gróðurlítill, en utan til og með- fram Jökulsá er allmikið gróið land. Vesturöræfi, hálendið milli Jökulsár á Brú og Snæfells, er slétt og mishæðalaust að kalla norður að Hrafnkelsdal og Jökuldal og víðast vel gróið. Svo er einnig til norðurs og austurs, út Fljótsdals- heiði og Fellaheiði. Heiðartungan mjókkar út eftir og er nær öll í 500—700 m h. y. s. Heiðarflæmi þessi eru sums staðar þakin möl og jökulruðningi. Þar eru mýrar og flóar með holtum á milli, og urmull er af tjörnum og smávötnum í lægðum. Frá þeim renna nokkrar ár. Hölkná og Eyvindará eru helztar af þeim og falla til Jökuldals, en Bessastaðaá og Hengifossá falla austur af heiðinni. Gródurlendi Eftir gróðri skiptist svæðið um jökulsá á Brú. Vestan árinnar eru, eins og að framan greinir, miklar gTÓðurleysur, en austan henn- ar víðáttumikil, samfelld beitilönd með fjölbreyttu gróðurfari. Tafla 1 sýnir skiptingu gróðurlenda á Möðrudals- og Brúar- öræfum, Vesturöræfum, í’.yjabökkum og Fljótsdalsheiði. Það, sem öðru fremur einkennir hin takmörkuðu gróðurlendi á Möðrudals- og Brúaröræfum, er valllendisgróðurinn, sem þekur um fjórðung af grónu landi. Á hinum svæðunum er lítið valllendi eða aðeins 0,3—1,4%. Og til frekari samanburðar má nefna, að á afréttum á Suðurlandi er það að meðaltali 3—4% af grónu landi. Grös eru eftirsóttustu plönturnar fyrir búfé í sumarbeitarhögum, og hafa gróðurlendi á Möðrudals- og Brúaröræfum Jrví liátt beitargildi. Á Vesturöræfum, Eyjabökkum og Fljótsdalsheiði eru mýrar og flóar um og yfir helmingur af grónu landi. í mýrunúm eru eink- um ríkjandi stinnastör, fífa og grávíðir, en í flóunum fífa, ljósa- stör og hengistör. Þetta votlendi er yfirleitt leifar af freðmýrum og sést enn víða móta fyrir freðmýrarrústum. Auk votlendisgróðurlendanna eru á þessum svæðum víðáttu- miklir hálfgrasa- og sefmóar, sem eru yfirleitt til orðnir við það, að votlendið þornar. Við Jrað breytist gróðurfarið fyrst þannig, að stinnastör, grös og smárunnar, einkum grávíðir, verða ríkjandi, og hefur þessi gróður hátt beitargildi. Við frekari Jrornun verða þursaskegg, móasef og krækilyng ríkjandi, en við það rýrnar beitar- gildið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.