Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 6

Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 6
148 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN fyrir hendi um kjörgróður hreindýra og beitarvenjur þeirra. Þó hefur ein greinargerð birzt um þetta efni (Sturla Friðriksson, 1960). Plöntuval lireindýra hefur verið allmikið rannsakað erlendis, en við önnur skilyrði en hér eru, og með tarnin eða hálftamin dýr. Er óvíst, að hve miklu leyti þær niðurstöður eiga við íslenzkar aðstæður og íslenzk hreindýr. Var því lögð áherzla á að afla gagna um plöntuval hreindýranna. Var það gert með því að taka sýni úr meltingarfærum (munni og vömb) dýra, sem felld voru í þessum tveimur rannsóknaferðum, og dýra, sem felld höfðu verið í leiðöngrum frá Tilraunastöðinni í meinafræði á Keldum, sem farnir voru undir forystu Guðmundar heitins Gíslasonar, læknis, árin 1965 og 1967. Nokkur sýni tóku ýmsir veiðimenn eftir beiðni. Alls voru rannsökuð vambarsýni úr 86 dýrum og munnsýni úr 7 dýrum, sem safnað var í ágúst öll árin. Vigtanir á hreindýrum voru gerðar af starfsmönnum Tilrauna- stöðvarinnar á Keldum. Hreindýratalning Iiefur verið framkvæmd af Landmælingum Is- lands undanfarin fimrn ár. Er talið úr flugvél og á þann hátt, að teknar eru ljósmyndir af stórum hreindýrahópum, en dýrin talin í litlum hópum. Af ljósmyndunum er auðvelt að telja dýrin og jafnvel greina á milli kálfa og fullorðinna dýra. Án efa er þessi aðferð hin öruggasta, sem til er við talningu villtra hreindýra og raunar hin eina, sem kemur til gréina. Talningin hefur alltaf verið framkvæmd á tímabilinu 1,—20. júlí. III. HREINDÝRASLÓÐIR Lanclslug og gróðnr Landið á milli Jökulsár á Fjöllum að vestan og Jökulsár í Fljóts- dal og Lagarfljóts að austan er að mestu háslétta. Upp af henni rísa einstök fell og hryggir, einkurn vestan og norðan til. Jökulsá á Brú og Jökuldalur skipta svæðinu í tvennt, og eru Möðrudals- öræfi, Brúaröræfi og Jökuldalsheiði að vestan, en Vesturöræfi, Fljótsdalsheiði og Fellaheiði austan Jökulsár. Jarðmyndanir þessa landshluta teljast til grágrýtismyndananna. Vestan til er móberg og grágrýti yngri grágrýtismyndunarinnar, en austurhlutinn telst að mestu til eldri grágrýtismyndunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.