Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 13

Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 13
NÁTTÚRU FRÆÐ1N G U R1N N 155 var svo komið, að aðeins urn 27.000 tamdir hreinar voru eitir í landinu. Klein (1968) rakti ýtarlega sögu innfluttra hreindýra á St. Matthew eyju við strendur Alaska. Taldi Klein, að á þessari eyju hefði dýrunum fækkað vegna tveggja samverkandi umhverfis- þátta, ofbeitar að vetri og óhagstæðra snjóalaga. Hann rannsakaði einnig þau dýr, sem lifðu af fækkunina, og var þar eingöngu um kvendýr að ræða, en það virðist almennt meðal hjartardýra, að kvendýr þoii betur harðindi en karldýrin. Vibe (1967) rekur lofts- lagssögu Grænlands og áhrif veðurfarsbreytinga þar á dýrastofna. Sýnir Vibe fram á, að fækkun hreindýra og sauðnauta þar í landi er bein afleiðing erfiðra snjóskilyrða. Þurr og köld tímabil, txl. um 1840, hafi verið uppgangsár hreindýra, en þeim hafi stórfækk- að í tiltölulega hlýjum og votum vetrum vegna jarðbanna. Bergerud (1967) gerir ýtarlega grein fyrir stofnbreytingum villtra hreindýra á Labrador á síðustu árum. Telur hann líklegt, að ofveiði liafi valdið mestu um fækkun a.m.k. einnar hjarðar og sennilegt, að úlfar hafa aðallega takmarkað stofnstærðina áður en nútíma rifflar komu til sögunnar. Bergerud telur ósennilegt, að veðurfar eða beit hafi haft teljandi áhrif á stofnbreytingar hreindýra á Labrador. Víkur nú sögunni til íslands. Samkvæmt rannsóknum þeim, sem frarn hafa farið í öðrurn löndum og vikið var að hér að framan, verður að telja líklegt, að einn eða fleiri eftirtalinna umhverfis- þátta hafi takmarkað og takmarki fjölda hreindýra hér á landi: Veiðar, gróðurmagn eða snjóalög. Óhætt mun að fullyrða, að veiðar hafi haft hverfandi lítil áhrif á fækkun dýranna á síðari hluta nítjándu aldar og fyrstu fjórum tugum hinnar tuttugustu. Vopn og veiðitækni til þessara veiða voru afar frumstæð allt framundir aldamót. Aðalvopnin voru skammdrægir framhlaðningar og skot- færi oft af skornum skammti. F.innig var reynt að reka dýrin fram af klettum eða ofan í gjár, og þau voru elt uppi í þungri færð með aðstoð hunda og skorin. Þær sagnir, sem varðveitzt hafa um hrein- dýraveiðar íslendinga sýna, að eftirtekjan hefur yfirleitt verið rýr. Þá má benda á, að fækkun stofnsins, sem líklega byrjaði á seinni hluta nítjándu aldar, liélt áfram í um 40 ár eftir að alfriðun dýranna var komið á, og dýrin dóu út á Suðvesturlandi og í Þing- eyjarsýslu löngu eftir að hætt var að reyna að veiða þau þar. Talið er, að Austfirðingar hafi að jafnaði reynt að nýta hreindýr til heima- brúks, þótt þau ættu að heita friðuð. En ótrúlegt er, að þær veiðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.