Náttúrufræðingurinn - 1972, Blaðsíða 39
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
113
Hver þjóðgarður hefur líffræðinga, einn eða fleiri, í föstu starfi,
auk tímabundinna samninga, sem gerðir eru við háskóla eða aðrar
stofnanir um rannsóknarverkefni. í ljósi nýrrar þekkingar er nú
margt úrelt talið, er til skamms tíma var haft að leiðarljósi við
stjórnun svæðanna. Gott dærni eru viðhorf til skógarelda, sem áður
var reynt að slökkva undantekningarlaust, þótt þeir kviknuðu af
völdum eldinga eða á annan hátt án tilverknaðar manna. Nú er
í vaxandi mæli farið að líta á þá sem hlekk í náttúrulegri hringrás
og þeir látnir loga að vissu marki, svo lengi sem mannvirkjum eða
sérstökum verðmætum er ekki hætta búin. — Ýmis rándýr voru
áður talin af hinu vonda og skotin vægðarlaust, m. a. til að fá fram
fjölgun annarra dýrategunda, svo sem grasbíta, en þeim varð síðar
að fækka kerfisbundið í þágu gróðurverndar. Nú eru rándýrin talin
hinn þarfasti jxjónn og prýði í hverjum þjóðgarði, en fækkun hjartar-
dýra með veiðunr þykir að sama skapi hæpin aðgerð og hefur t. d.
verið aflögð í Yellowstone fyrir nokkrum árum.
Þannig ber flest að jreim brunni, að bezti stjórnunaraðilinn sé
náttúran sjálf nreð lrægfara aðlögun og gagnvirkum, sífelldunr
breytingum, svo senr verið lrefur frá rirófi alda. Því miður er dæmið
þó ekki svo auðvelt, að þjóðgarðarnir eða hlutar þeirra séu ein-
5. mynd. Stjórnun-
armiðstöð í þjóðgarði.
Áhérzla er lögð á lágar
og látlausar byggingar.
8