Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1972, Blaðsíða 52

Náttúrufræðingurinn - 1972, Blaðsíða 52
126 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN næstum saman niðri við sandinn. Eftir giljunum falla lækir í ótal smáfossum, og eru sumir þeirra reyndar allverulegir, eins og Hunda- foss og Magnúsarfoss, að ógleymdum Svartafossi, sem hvergi á siun líka, þó ekki sé vatnsmagninu eða drununum fyrir að fara, en hann er svo sem hálftíma göngu ofar í Vesturgili. Birkiskógurinn umvefur þessi gil og gerir þau ógleymanleg, og innan um birkið vex reyniviður (Sorbus aucuparia) á stangli. Austan við gilin taka brátt við klettar neðan brekknanna og ekki er minni gróskan á syll- unum hér en undir birkinu, og reyndar hefur birkið tyllt sér alls staðar hér, þar sem nokkur möguleiki er að ná rótfestu. Ofan við skógarbrekkurnar fremst í heiðarsporðinum eru túnin í Skaftafelli, gömlu túnin, sem víða eru hvítflikrótt af kúmeni (Caram carvi), en á seinni árum hafa Skaftafellsbændur flutt hey- skap sinn að nokkru niður á sandinn austan Skaftafellsár. Upp frá bæjunum taka fyrst við þurr holt en síðan raklend Skaftafellsheiðin, víða með allgróskulegu víðikjarri, gulvíði og loðvíði, en mýrasund- um með starategundum, fífu og öðrum votlendistegundum á milli. Birkikjarr nær þó upp með Vesturgili langleiðina að Svartafossi, víða blandað vöxtulegum gulvíði. Allmikið ber á stórum og há- um moldarbörðum vestan til í heiðinni, en þau eru nú víðast að gróa upp, og hið sama má segja um holtin upp frá bæjunum. Á þessum börðum vex aðallega lyng og þegar ofar kemur í heiðina, upp undir Skerhól, taka við lyngbrekkur, þar sem mest ber á kræki- lyngi (Empetrum iiigrum), bláberjalyngi (Vaccinium uliginosum) og öðrum algengum móaplöntum. Sumar lægðir og dældir ofan til í heiðinni eru með snjódældasvip, þar verður lyng minna áberandi, en grasvíðir (Salix herbacea) kemur í staðinn. Allvíða í heiðinni eru flög, sum þurr en önnur rök, og smátjarnir eru á stöku stað þar sem vaxa lónasóley (Ranunculus trichophyllus), lófótur (IIip- puris vulgaris), fjallnykra (Potamogeton alpinus) og þráðnykra (Potamogeton filiformis); en hrafnafífa (Eriophorum scheuchzeri), mýrastör (Carex nigra), hrafnastör (Carex saxatilis) og mýrasauð- lcLukur(Triglochi?i palustre) með bökkunum. Skerhóll er frekar lítt gróinn ofantil, en hann er urn 525 metra hár, þó vaxa jrar skriðu- og melategundir og setja nokkurn fjallasvip á gróðurinn. Bak við hólinn eru falleg mýradrög og jafnvel tjarnir með jrráðnykru og trefjasóley (Ranunculus hyperboreus) og fífum, störum, hálmgresi (Calamagrostis neglecta) og bláberjalyngi í kring. Uppi á brúnum norðan Skerhóls, Skorabrúnum, er smájrýfð halla-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.