Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1972, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1972, Blaðsíða 7
N ÁTT Ú R U F RÆÐIN G U RIN N 85 að ýmsu leyti ólík, en sýna þó mætavel storknunarafbrigði einhlít til að þekkja líparít, sem myndað er við þessar aðstæður. fökulmyndaða líparítið í Bláhnúki hvílir á mishæðóttu undir- lagi úr líparíti, móbergi og jökulvatnaseti. í Bláhnúksmynduninni eru tvö afbrigði mest áberandi, stuðlaðir biksteinskenndir eitlar og laus glersalli. Biksteinskenndu eitlarnir samsvara bólstrum í mó- bergi, þótt ólíkir séu í flestu. Þessir eitlar eru allavega í laginu, hnöttóttir, ílangir og ganglaga. Stærðin er mjög breytileg, allt frá 1—2 m upp í 100 m. Stærstu eitlarnir eru í toppi Bláhnúks og í hallanum sunnan undir liátoppnum. Líklega eru upptök gossins þar undir. Berggerðin í eitlum þessum er nokkuð breytileg eftir stærð, þannig að einungis stærstu eitlarnir eru sæmilega vel kristallaðir. Stafar það af hægari kólnun. Þeim megin í Bláhnúki, sem snýr að Brennisteinsöldu, morar af smáeitlum, oft um 10 m í þvermál, sem standa eins og körtur út úr brattri fjallshlíðinni (mynd II b). Yzt í eitlum þessum er flögótt biksteinsskorpa með blöðróttum og þéttum lögum á víxl, teygðum samsíða jöðrunum. Flögótt skorpan utan um eitlana gengur án skarpra marka yfir í glersallann, sem myndar fyllingu utan um eitlana. Glersallinn er hliðstæð myndun við móbergsgler, sem kvarnast utan af bólstrum, eða verður til á annan hátt, er basaltkvika splundrast og storknar í gler við snertingu vatns. Sums staðar liggur gletsallinn í þykkum lögum með tiltölulega fáum og smáum eitlum. Þannig hagar til neðst í Bláhnúki við mynni Grænagils (2. mynd). Glersallinn er hér ýmist grænn eða grár, en biksteinninn svartur næst jöðrunum, en grá- leitur innar í eitlunum. Svo gæti virzt sem biksteinseitlarnir væru innskotnir í glersallann, en svo mun þó ekki vera, heldur myndast hvort tveggja samtímis við rennsli. Til þess bendir hallandi lag- skiptingin, sem greinilega vottar fyrir í stálinu, og sömuleiðis bik- steinstraumar í glersallanum næst jaðri biksteinseitlanna. Þeir liggja samsíða útlínum eitlanna og hafa augsýnilega flísazt utan af þeim, þegar ytra borðið sallaðist niður. Er engu líkara en sallamyndun- in grípi inn í eitlana, stundum svo langt, að einungis verða eftir sundurlausir kleggjar og flögur (neðst á miðri teikningunni). Glersallinn er útlits eins og perlusteinn, sem myndar heilar námur í Prestahnúki og Loðmundarfirði. Hann er svo laus í sér, að hann líkist meira sandi en föstu bergi og rykast upp undan fótum manns j:>egar þurrt er. Ekki er þó í Bláhnúki perlusteinsnáma, sem haft gæti hagnýtt gildi. Nokkur sýnishorn voru athuguð lijá Rann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.