Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1972, Blaðsíða 45

Náttúrufræðingurinn - 1972, Blaðsíða 45
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 119 2. mynd. Skýringarmynd um hringrás vatns á jörðinni. Ef öllu vatnsmagni í jöklum væri dreift jafnt yfir hnöttinn, næði það um 50 m hæð, grunnvatn 120 m, vatn í ám og stöðuvötnum 1 m, en vatn í andrúmslofti 0,03 m, og í hafi 2680 m. í texta var greint frá meðaldvalartíma vatns í þessum geymum. (Heimild: Vannet i Norden nr. 3, 1970). jökullinn gerir einnig sínar sparnaðaráðstafanir. Skýin, sem hjálpa til við að auka tekjur jökulsins, skýla honum einnig frá sólskini og draga úr sólbráð. En jafnvel þegar sólin skín í heiði, á jökullinn aðra vörn, hið óvenjuháa endurskin, sem verkar eins og spegill. Mikill hluti sólargeislunar endurkastast því frá jöklinum og nær ekki að bræða hann. Allt að 70—90 hundraðshlutar sólargeislunar geta end- urkastazt frá hreinum snjófleti, og helmingur frá ísfleti. Sú staðreynd er sólbrenndum jöklaförum vel kunn. Hins vegar gleypir jökull í sig alla langbylgjugeislun frá himni og skýjum og geislar langbylgjum eins vel út og svartur hlutur. Sú kólnun, sem það veldur, er einkar áberandi á heiðskírum nóttum. Eina vörn enn eiga stórir jöklar. Þeir senda oft út frá sér ískalda fallvinda, sem reka hlýja óvinveitta loftstrauma frá dyrum sínum. Þótt jöklar hafi mikil áhrif á staðbundið veðurfar, er ljóst, að líf þeirra mótast af almennu veðurfari í landinu. Vetrarúrkoma ræður ákomunni, en sumarleysing á hájökli stjórnast að mestu af sólargeisl- un, en neðar á jöklinum er varmastreymi, sem háð er vindhraða, liita og rakastigi lofts, álíka mikilvægur þáttur í sumarleysingu. Segja má því, að afkoma jökulsins sé einkum háð vetrarúrkomu og sumarhita.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.