Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1972, Síða 45

Náttúrufræðingurinn - 1972, Síða 45
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 119 2. mynd. Skýringarmynd um hringrás vatns á jörðinni. Ef öllu vatnsmagni í jöklum væri dreift jafnt yfir hnöttinn, næði það um 50 m hæð, grunnvatn 120 m, vatn í ám og stöðuvötnum 1 m, en vatn í andrúmslofti 0,03 m, og í hafi 2680 m. í texta var greint frá meðaldvalartíma vatns í þessum geymum. (Heimild: Vannet i Norden nr. 3, 1970). jökullinn gerir einnig sínar sparnaðaráðstafanir. Skýin, sem hjálpa til við að auka tekjur jökulsins, skýla honum einnig frá sólskini og draga úr sólbráð. En jafnvel þegar sólin skín í heiði, á jökullinn aðra vörn, hið óvenjuháa endurskin, sem verkar eins og spegill. Mikill hluti sólargeislunar endurkastast því frá jöklinum og nær ekki að bræða hann. Allt að 70—90 hundraðshlutar sólargeislunar geta end- urkastazt frá hreinum snjófleti, og helmingur frá ísfleti. Sú staðreynd er sólbrenndum jöklaförum vel kunn. Hins vegar gleypir jökull í sig alla langbylgjugeislun frá himni og skýjum og geislar langbylgjum eins vel út og svartur hlutur. Sú kólnun, sem það veldur, er einkar áberandi á heiðskírum nóttum. Eina vörn enn eiga stórir jöklar. Þeir senda oft út frá sér ískalda fallvinda, sem reka hlýja óvinveitta loftstrauma frá dyrum sínum. Þótt jöklar hafi mikil áhrif á staðbundið veðurfar, er ljóst, að líf þeirra mótast af almennu veðurfari í landinu. Vetrarúrkoma ræður ákomunni, en sumarleysing á hájökli stjórnast að mestu af sólargeisl- un, en neðar á jöklinum er varmastreymi, sem háð er vindhraða, liita og rakastigi lofts, álíka mikilvægur þáttur í sumarleysingu. Segja má því, að afkoma jökulsins sé einkum háð vetrarúrkomu og sumarhita.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.