Náttúrufræðingurinn - 1972, Blaðsíða 30
106
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
Hjörleifur Guttormsson:
Yellowstone og vandamál þjóðgarða
ALDARAFMÆLI
Ekki veit ég, hversu margir Bandaríkjamenn líta Yellowstone-
þjóðgarðinn augum einu sinni eða oftar á ævinni, en víst er, að
hugur margra leitar þangað, og þennan þjóðgarð ber hæst meðal
hinna mörgu og gullfallegu svæða, sem Bandaríkjamenn hafa
borið gæfu til að lýsa alþjóðareign og reyna að vernda og stjórna
þannig, að sem flestir fái notið þeirra án þess að spilla náttúru-
farslegum verðmætum.
Ástæður fyrir gífurlegum vinsældum og heimsfrægð Yellow-
stone eru margþættar. Uppgötvun svæðisins og könnun þess af hvít-
um mönnum eftir miðja síðustu öld var dramatískur viðburður
og í kjölfarið fylgdi þar stofnun fyrsta þjóðgarðs í heimi með sér-
stakri lagasetningu þjóðþingsins og formlegri staðfestingu Grants
forseta 1. rnarz 1872. Þannig á þessi þjóðgarður og um leið þjóð-
garðshugmyndin aldarafmæli á þessu ári, og þess hefur verið
minnzt þar vestra með ýmsum hætti, m. a. er þar haldið 2. heims-
þingið um þjóðgarða nú í september um það leyti, sem grein þessi
er rituð.
Ég átti þess kost fyrir ári að heimsækja nokkra af þjóðgörðum
Bandaríkjanna og kynnast þeirri starfsemi, sem þar fer fram. Kom
ég þá m. a. í Yellowstone-þjóðgarðinn í áliðnum október og sá
nokkrar af furðum hans, þótt hausthret, sem þá gekk yfir, hefti
að nokkru för. Hér er ekki hugmyndin að rekja þá ferðasögu að
neinu marki, en þar eð við íslendingar erum nú að stíga fyrstu
skrefin í stofnun þjóðgarða og hvatinn að baki virðist vera svipaður
og hjá stórþjóðinni í vestri, finnst mér ástæða til að nota þetta
aldarafmæli þjóðgarða sem tilefni til að vekja máls á nokkrum
þátturn varðandi Yellowstone og stefnu í þjóðgarðamálum almennt
þar vestra.