Náttúrufræðingurinn - 1972, Blaðsíða 49
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
123
1. mynd. Svartburkni (Asplenium trichomanes).
brekkunum áðurnefndu; garðabrúðan vex annars eingöngu villt
um sunnanvert landið en eggtvíblaðkan á nokkrum stöðum í
öllum landshlutum.
Gróðurfarið í Skaftafelli er, eins og gefur að skilja, allfjölbreytt.
Þegar ekið er heim að Skaftafelli að austan, liggur leiðin um gróður-
litla áraura og jökulurðir fyrst eftir að komið er vestur yfir Skafta-
fellsá, en framundan blasa við fagurlega skógivaxnar brekkurnar
niður tindan bæjunum, og þar sem vegurinn liggur að hliðinu
eru mörkin ótrúlega skörp milli sands og skógar. Þarna rnætast
andstæðurnar: Annars vegar svartur sandurinn, aurar Skeiðarár,
auðnin, en hins vegar fagurgrænn skógurinn, lífið sjálft. Margur
ferðamaðurinn hefur einmitt lrér fallið í stafi af undrun, en þeir
senr hafa séð hana Skeiðará velta sér þarna í sínum versta ham
meðfram brekkurótunum, þeir furða sig síður á því, að það geti
reynzt erfitt að festa rætur á eyrum hennar. Nu er reyndar búið
að lilaða fyrir Skeiðará þarna, og vonandi halda þeir varnargarðar
aftur af þeirri gömlu og beina henni suður sandinn eins og til er
ætlazt, og munu þá ýmsar tegundir plantna fljótlega nema land á
sandinum. Þar sem nokkur ár hafa liðið á milli, að Skeiðará flæddi
yfir, hafa reyndar alltaf einhverjar plöntur náð fótfestu annað