Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1972, Blaðsíða 17

Náttúrufræðingurinn - 1972, Blaðsíða 17
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 95 stóru gígskálarinnar hafa nokkrir smærri gígar suðvestur frá henni, gosið sams konar gjósku og reyndar smáhraunum líka. Þeir suðvest- ustu af þessum gígum eru niðri við Markarfljót og liggur bílslóðin, sem tengir Fjallabaksleiðir, yfir þá. Stóra gígskálin er fyllt af smá- hraunum i'ir súru bergi allsendis ólíku gjóskunni í rimanum. Þau eru ekki ein á ferð, því að röð af súrum smáhraunum liggur vestur fiá gígskálinni ntan í afhallandi gígrimanum. Vestan við Markarfljót heldur þessi uppvarparöð áfram, en þar er bergið ólivíndílótt andesít, sams konar og finnst íblandað sem hnyðlingar í súru hraununum. Megineldstöð — öskjamy?idun og jarðhiti. Megineldstöð kemur að líkindum ókunnuglega fyrir sjónir flest- um, enda nýyrði. Það er þýðing á enska heitinu „central volcano“. Með því er átt við eldstöð með staðbundinni gosvirkni í langan tíma, t. d. í hálfa til eina milljón ára, þar sem jafnframt er fjölbreytni í gerð og efnasamsetningu gosefna. Ýmislegt í byggingu megineld- stöðva má rekja til innskotavirkni og myndunar djúpbergseitla í rótum þeirra. Þetta á við um háhitasvæðin, stórfelld súr sprengigos, öskjumyndun og hringlaga dreifingu gosstöðva og sprungna. Meðal virki'a megineldstöðva hefur Torfajökull að vissu leyti sér- stöðu vegna stærðarinnar og mikillar útbreiðslu á súru bergi. Megin- eldstöðin sjálf nær yfir um 450 km2 og er tengd flæðibasaltsvæðinu umhverfis með sprungusveimi, sem liggur yfir hana og ákvarðast af móbergshryggjum og gossprungum. Á 6. mynd er sýndur sveimur af gossprungum frá nútíma, sem liggur yfir Torfajökulsvæðið. Þar sem þessi sveimur kemur að líparítinu á samsetning hraunanna það til, að breytast frá basískum ylir í ísúr og blönduð, og inni á líparítflák- anum eru hraunin súr. Virðist þetta jafnvel hafa gerzt á sömu gos- sprungunni, sem verður að vísu slitrótt, þar sem basaltinu sleppir. Þetta endurspeglar á einkar ljósan hátt sérstöðu megineldstöðvar- innar. Gliðnun og sprungumyndun í gosbeltinu skapar skilyrði fyrir bráðið berg að brjótast upp til yfirborðs. Bergkvikan, sem þannig fær útrás, hefur samsetningu basalts og kernur upp utan megineldstöðvarinnar. I rótum hennar eru hins vegar fyrir eitlar af ísúrri eða súrri grjótbráð ofarlega í skorpnnni, sem tappast af við sprungumyndunina. Yfirleitt brýzt súr bergkvika til yfirborðs fyrir eigin sprengikraft, sem er fólginn í mikln magni gastegunda í slíkri bergkviku. Hér er hins vegar leitt að því getum, að súru gosin á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.