Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1972, Blaðsíða 14

Náttúrufræðingurinn - 1972, Blaðsíða 14
92 NÁTTÚRUFRÆÐ I N GU RIN N Sprengigígarnir eru samanlagt 2 km á lengd og grípa hver í annan. Breiddin er um 500 m. Um 20 m háir rimar úr lagskiptri gjósku eru austan við gígana, en vestan megin aðeins þunnir kleprar, hraun- kúlur og bert móbergið, sem þeir sprungu upp í gegnum. Hefur gjóskuna frá þessu gosi augljóslega borið austur og er Jress að vænta, að hún myndi dávænt öskulag sunnan undir Torfajökli. Flestum öðrum súrum og ísúrum hraunum á Torfajökulssvæðinu hefur fylgt vikur- og öskugos, sem ávallt hefur verið undanfari liraungossins. Frá eldstöðvum við Frostastaðavatn er ættað þrískipt vikur- og öskulag (mynd Illa). Þrískiptingu lagsins er þannig farið, að það byrjar með grófum súrum vikri, síðan tekur við basaltgjall og loks blandaður vikur efst, J)ar sem hvítur vikur og svart gjall er brætt saman í einum klumpi. Upptök Jaessa lags eru í nyrztu uppvörpum Dómadalshrauns. Þar virðist atburðarásin hafa verið á ])á leið, að gosið hafi byrjað í nyrzta uppvarpinu með súrum vikri, sem hlóð upp heilmikinn bing austan við uppvarpið, vestanhallt í lágum móbergs- hrygg. Á eftir fylgdi súrt hraungos úr sama uppvarpi. Þetta hraun liggur eins og kögur meðfram austurjaðrinum á Dómadalshrauni. Áður en þetta hraun var fullrunnið, hefur nýtt uppvarp byrjað að gjósa lítið eitt suðvestar. Þar hefur í byrjun komið upp basalt og verið áköf strókavirkni. Er allt svæðið næst austan við uppvarpið húðað samrunnum hraunkleprum. Fjær er laust basaltgjall og vikur. Á eftir basaltinu hefur komið þarna upp hið eiginlega Dómadalshraun, sem er langstærst súru smáhraunanna á þessu svæði. Hraunið er blandað að samsetningu (Walker 1964) eins og vikurinn í efsta þriðjungi þessa einkennilega öskulags. Þegar horft er yfir svæðið í kringum Grákollu, sést J)etta mislita öskulag eins og árhringir utan við vindblásinn koll- inn á smáhólum og öldum. Enn hefur útbreiðsla lagsins lítið verið rannsökuð, en hún er aðallega til austurs, og Jiykktin er mest milli Dómadalshrauns og Tjörfafells. í öskulagasniðum Sigurðar Þórarins- sonar (1968) hefur lag Jjetta, eða hlutar J^ess óverðskiddað fengið tákn- ið Gr, sem stendur fyrir Grákollu. Um aldur er ókunnugt nema livað það er forsögulegt, líklega þó ekki nema 2000—3000 ára. Öskulag það, sem Sigurður Þórarinsson nefnir hr, hefur mynd- azt í upphafi Hrafntinnuhraunsgossins í kringum 1170 (Sig. Þórarins- son 1968). Við upptök syðstu hraunanna eru Jíykkar dyngjur af ljósgráum vikri, en öskuna hefur borið norður og vestur, svo sem greint er í Heklueldum og sýnt er á 5. mynd. Útbreiðslukortið, sem ])ar er sýnt, teiknaði Sigurður Þórarinsson og lét mér góðfúslega í té.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.