Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 7
N ÁTT Ú R U F RÆÐIN G U RIN N
85
að ýmsu leyti ólík, en sýna þó mætavel storknunarafbrigði einhlít til
að þekkja líparít, sem myndað er við þessar aðstæður.
fökulmyndaða líparítið í Bláhnúki hvílir á mishæðóttu undir-
lagi úr líparíti, móbergi og jökulvatnaseti. í Bláhnúksmynduninni
eru tvö afbrigði mest áberandi, stuðlaðir biksteinskenndir eitlar
og laus glersalli. Biksteinskenndu eitlarnir samsvara bólstrum í mó-
bergi, þótt ólíkir séu í flestu. Þessir eitlar eru allavega í laginu,
hnöttóttir, ílangir og ganglaga. Stærðin er mjög breytileg, allt frá
1—2 m upp í 100 m. Stærstu eitlarnir eru í toppi Bláhnúks og í
hallanum sunnan undir liátoppnum. Líklega eru upptök gossins þar
undir. Berggerðin í eitlum þessum er nokkuð breytileg eftir stærð,
þannig að einungis stærstu eitlarnir eru sæmilega vel kristallaðir.
Stafar það af hægari kólnun. Þeim megin í Bláhnúki, sem snýr að
Brennisteinsöldu, morar af smáeitlum, oft um 10 m í þvermál,
sem standa eins og körtur út úr brattri fjallshlíðinni (mynd II b).
Yzt í eitlum þessum er flögótt biksteinsskorpa með blöðróttum og
þéttum lögum á víxl, teygðum samsíða jöðrunum. Flögótt skorpan
utan um eitlana gengur án skarpra marka yfir í glersallann, sem
myndar fyllingu utan um eitlana. Glersallinn er hliðstæð myndun
við móbergsgler, sem kvarnast utan af bólstrum, eða verður til
á annan hátt, er basaltkvika splundrast og storknar í gler við
snertingu vatns. Sums staðar liggur gletsallinn í þykkum lögum
með tiltölulega fáum og smáum eitlum. Þannig hagar til neðst í
Bláhnúki við mynni Grænagils (2. mynd). Glersallinn er hér ýmist
grænn eða grár, en biksteinninn svartur næst jöðrunum, en grá-
leitur innar í eitlunum. Svo gæti virzt sem biksteinseitlarnir væru
innskotnir í glersallann, en svo mun þó ekki vera, heldur myndast
hvort tveggja samtímis við rennsli. Til þess bendir hallandi lag-
skiptingin, sem greinilega vottar fyrir í stálinu, og sömuleiðis bik-
steinstraumar í glersallanum næst jaðri biksteinseitlanna. Þeir liggja
samsíða útlínum eitlanna og hafa augsýnilega flísazt utan af þeim,
þegar ytra borðið sallaðist niður. Er engu líkara en sallamyndun-
in grípi inn í eitlana, stundum svo langt, að einungis verða eftir
sundurlausir kleggjar og flögur (neðst á miðri teikningunni).
Glersallinn er útlits eins og perlusteinn, sem myndar heilar námur
í Prestahnúki og Loðmundarfirði. Hann er svo laus í sér, að hann
líkist meira sandi en föstu bergi og rykast upp undan fótum
manns j:>egar þurrt er. Ekki er þó í Bláhnúki perlusteinsnáma, sem
haft gæti hagnýtt gildi. Nokkur sýnishorn voru athuguð lijá Rann-