Náttúrufræðingurinn - 1972, Qupperneq 52
126
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
næstum saman niðri við sandinn. Eftir giljunum falla lækir í ótal
smáfossum, og eru sumir þeirra reyndar allverulegir, eins og Hunda-
foss og Magnúsarfoss, að ógleymdum Svartafossi, sem hvergi á siun
líka, þó ekki sé vatnsmagninu eða drununum fyrir að fara, en
hann er svo sem hálftíma göngu ofar í Vesturgili. Birkiskógurinn
umvefur þessi gil og gerir þau ógleymanleg, og innan um birkið
vex reyniviður (Sorbus aucuparia) á stangli. Austan við gilin taka
brátt við klettar neðan brekknanna og ekki er minni gróskan á syll-
unum hér en undir birkinu, og reyndar hefur birkið tyllt sér alls
staðar hér, þar sem nokkur möguleiki er að ná rótfestu.
Ofan við skógarbrekkurnar fremst í heiðarsporðinum eru túnin
í Skaftafelli, gömlu túnin, sem víða eru hvítflikrótt af kúmeni
(Caram carvi), en á seinni árum hafa Skaftafellsbændur flutt hey-
skap sinn að nokkru niður á sandinn austan Skaftafellsár. Upp frá
bæjunum taka fyrst við þurr holt en síðan raklend Skaftafellsheiðin,
víða með allgróskulegu víðikjarri, gulvíði og loðvíði, en mýrasund-
um með starategundum, fífu og öðrum votlendistegundum á milli.
Birkikjarr nær þó upp með Vesturgili langleiðina að Svartafossi,
víða blandað vöxtulegum gulvíði. Allmikið ber á stórum og há-
um moldarbörðum vestan til í heiðinni, en þau eru nú víðast
að gróa upp, og hið sama má segja um holtin upp frá bæjunum.
Á þessum börðum vex aðallega lyng og þegar ofar kemur í heiðina,
upp undir Skerhól, taka við lyngbrekkur, þar sem mest ber á kræki-
lyngi (Empetrum iiigrum), bláberjalyngi (Vaccinium uliginosum)
og öðrum algengum móaplöntum. Sumar lægðir og dældir ofan til
í heiðinni eru með snjódældasvip, þar verður lyng minna áberandi,
en grasvíðir (Salix herbacea) kemur í staðinn. Allvíða í heiðinni
eru flög, sum þurr en önnur rök, og smátjarnir eru á stöku stað
þar sem vaxa lónasóley (Ranunculus trichophyllus), lófótur (IIip-
puris vulgaris), fjallnykra (Potamogeton alpinus) og þráðnykra
(Potamogeton filiformis); en hrafnafífa (Eriophorum scheuchzeri),
mýrastör (Carex nigra), hrafnastör (Carex saxatilis) og mýrasauð-
lcLukur(Triglochi?i palustre) með bökkunum.
Skerhóll er frekar lítt gróinn ofantil, en hann er urn 525 metra
hár, þó vaxa jrar skriðu- og melategundir og setja nokkurn fjallasvip
á gróðurinn. Bak við hólinn eru falleg mýradrög og jafnvel tjarnir
með jrráðnykru og trefjasóley (Ranunculus hyperboreus) og fífum,
störum, hálmgresi (Calamagrostis neglecta) og bláberjalyngi í kring.
Uppi á brúnum norðan Skerhóls, Skorabrúnum, er smájrýfð halla-