Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 7
Ndttúrufr. - 44. árgangur - Fyrra hefti - 1.-128. siða - Reykjavik, október 1974
Ólafur Karvel Pálsson:
Rannsóknir á fæðu fiskseiða
við strendur Islands
Inngangur
Fæða sjávarfiska hefur löngum verið vinsælt rannsóknarefni víða
um lönd. Rannsóknir þessar hafa þó einkum beinst að nytjafiskum
af nýtanlegri stærð, en fiskungviðið hefur orðið útundan.
í ágúst 1971 var gögnum þeim safnað, er grein þessi rekur upp-
runa sinn til. Gögnunum var safnað með fínriðinni uppsjávarvörpu
á rannsóknaskipunum „Árna Friðrikssyni" og „Bjarna Sæmunds-
syni“ á 50 togstöðvum frá Berufjarðarál réttsælis umhverfis landið
að Melrakkasléttu (1. mynd). Sigurði Gunnarssyni starfsmanni Haf-
rannsóknastofnunarinnar vil ég þakka fyrir ágætan fiágang mynda.
Hér verður gerð grein fyrir fæðu eftirtalinna fisktegunda (í sviga
er fjöldi athugana): Þorskur (Gaclus morhua) L. (363), ýsa (Melano-
grammus æglefinus) (L.) (159), kolmunni (Micromesistius poutas-
sou) (Risso) (85), karfi (Sebastes marinus) (L.) (565), loðna (Mallotus
villosus (Miill.) (449).
Hér er um fiskseiði á 1. ári (0-flokk; 0-group) að ræða. Seiðin
eru þriggja til sex mánaða gömul. Stærð þeirra er og nokkuð mis-
munandi. Meðallengdir (eftir stöðvum) eru sem hér segir:
Þorskur ........... 34.6— 59.1 mm
Ýsa ............... 33.5—108.5 —
Kolmunni .......... 81.0—117.3 —
Karfi ............. 39.7- 56.7 -
Loðna.............. 39.6— 65.4 —
Fæða einstakra tegunda
í því skyni að fá nokkra yfirsýn yfir fæðu seiðanna er svæði því,
sem stöðvarnar ná yfir, skipt í þrju minni: suður-, vestur- og norður-
svæði (1. mynd).
1