Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 8
2
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
25" 20" 15”
Súlnaritin (2. mynd) sýna hlutfallslega þyngd hvers fæðuhóps,
sem telst hafa nokkra þýðingu fyrir viðkomandi fisktegund.
Þorskur
Á suðursvæðinu fundust engin þorskseiði. Á vestursvæðinu er
Acartia (krabbafló, ca. 1 mrn á lengd) aðalfæðan, 28.5% af heildar-
þunga fæðu þorsksins á þessu svæði, en í öðru sæti er Calanus fin-
marchicus (rauðáta, um 4 mm á lengd), en hlutdeild hennar er
45.0% (2. mynd). Þótt rauðátan hafi meiri heildarþunga en Acartia
víkur hún fyrir Acartia, sem er margfalt algengari en rauðátan
(80% af heildarfjölda fæðudýra, rauðátan 5.9%). Auk þess liöfðu
68% þorskseiðanna étið Acartia, en aðeins 17.3% þeirra höfðu lagt
sér rauðátu til munns. Af öðrum tegundum má nefna Euphausiacea
(ljósáta, 1—4 cm) með 15.6%, og Temora (krabbafló, um 1.5 mm)
með 6.8%.
Á norðursvæðinu er Acartia einnig mikilvæg fæðutegund, nær
15.0%, en víkur þó fyrir ljósátunni (75.1%) hvað fæðumikilvægi
snertir. Auk þess má nefna Pteropoda (vængjasniglar) með 6.4%.