Náttúrufræðingurinn - 1974, Síða 10
4
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Ýsa
Á suðursvæðinu er ljósátan (67.6%) mikilvægasta fæðan. Á eftir
fylgja Calanus finmarchicus með 21.6% og Amphipoda (marflær)
með 6.4% (2. mynd).
Calaiius finmarchicus er liins vegar aðalfæðan á vestursvæðinu
með 56.4%, en á eftir koma Decapoda (tífætlnr) með 31.8% og
Amphipoda með 5.3%.
Á norðursvæðinu eru svo Decapoda kornin í 1. sæti sem fæða
ýsuseiðanna (63.2%) en Evadne (vatnsfló, um 0.5 mm) í öðru sæti
með 7.7%. Aðrar tegundir, sem þýðingu hafa, eru vængjasniglar
með 8.2% og ljósáta með 7.9%.
Kolmunni
Mikilvægustu fæðudýr kolmunnans á suðursvæðinu eru í fyrsta
lagi rauðáta (81.8%) og í öðru lagi Temora (10.1%). Af öðrum
tegundum má nefna Parachaeta (krabbafló, 6—11 mm) (3.8%) og
ljósátu með 2.3% (2. mynd).
Á vestursvæðinu er fæðuvalið með nokkuð öðrum hætti, en jrar
eru Amphipoda í fyrsta sæti (66.5%) og ljósáta í öðru sæti (32.4%).
Af öðrum fæðutegundum er aðeins um vængjasnigla (1.1%) í fæðu
kolmunnans á þessu svæði að ræða.
Á norðursvæðinu fékkst enginn kolmunni.
Karfi
Rauðátan er mikilvægasta fæðutegund karfans, bæði á suður-
svæði (79.6%) og vestursvæði (48.8%) (2. mynd). Auk þess eru á
matseðli karfans á suðursvæði ljósáta (9.1%), Oithona (krabbafló,
0.5—1.5 mm) (3.3%) og Temora (3.0%) auk nokkurra annarra teg-
unda, sem hverfandi litla þýðingu hafa.
Á vestursvæði eru helstu fæðutegundir, auk rauðátu, ljósáta
(45.2%), Oithona (2.5%) og Parachaeta (2.5%).
Loðna
Mikilvæg fæða loðnunnar er á öllum svæðum rauðátan (suður-
svæði 42.8%, vestursvæði 95.3% og norðursvæði 60.8%; 2. mynd).
Jafn mikilvæg fæðutegund á snðursvæði, eða jafnvel mikilvægari
er þó Oithona (49.6%). Temora (6.0%) er í Jrriðja sæti sem loðnu-
fæða á þessu svæði.
Vegna smæðar sinnar eða lítils fjölda hafa aðrar fæðutegundir