Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 12
6
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Sudur- Vestur- Nordur-
svœdi svœdi svœdi
3. mynd. Yfirlit eltir svæðum yfir tengsl milli fiskseiða og tveggja mikilvæg-
ustu fæðuhópa.
ráða „hillu“ (ecological niche), sem sjái fyrir frekari fæðu. Þetta
gæti einnig gilt fyrir suðursvæðið.
Norðursvæði: Á þessu svæði er þýðing rauðátunnar sem seiða-
fæða mun veigaminni en á hinum svæðunum, en hún þjónar hér
aðeins einni fisktegund, loðnu, sem 1. aðalfæða (rétt þykir að geta
í innskoti, að auk umræddra fimm fisktegunda beindist fæðurann-
sóknin einnig að mjóna (Lumpenus spp. (Reinh.)). Mjóni þessi
færði sér rauðátu í nyt sem 1. aðalfæðu á norðursvæði). Acartia er
hér nýtt af tveimur fisktegundum (auk mjóna) sem 2. aðalfæða,
sem gæti hugsanlega leitt til fæðusamkeppni.
Ýsan étur á þessu svæði fæðudýr, sem enga þýðingu hafa fyrir
hinar fisktegundirnar. Almennt er aðalfæða ýsuseiðanna nokkuð af
öðrurn toga spunnin en fæða hinna seiðanna. Aðalfæða ýsu og kol-
munna er t. d. mismunandi á vestursvæði, þó að hvorutveggja
fisktegundirnar hafi svipaða stærð. Ýsa og þorskur, sem eru á þessu
aldursskeiði mjög misjöfn að stærð, hafa lrins vegar eina sameigin-
lega aðalfæðu, rauðátu.