Náttúrufræðingurinn - 1974, Side 19
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
13
drætti í fæðuframboði á hvert seiði. Hvorutveggja þættiruir (2 og
3) valda síðau samkeppni milli karfaseiðanna um fæðuna (intra-
specific competition).
Loðna
Oithona og rauðáta skiptast oftast á um að uppfylla fæðuþörf
loðnuseiðanna. Þar sem loðnan hefur ekki étið þessar tvær krabba-
flær í teljandi magni (st. 36, 40, 43, 46, 47 og 50) beinir hún at-
hygli sinni og matarlyst einnig að krabbaflónni Acartia (tafla 5).
Aberandi er, hversu fæðusvið loðnuseiðanna er þröngt. Á mörg-
um stöðvum éta þau aðeins tvær til þrjár tegundir og það í mjög
litlu magni. Ef litið er á stöðvar 2—20 koma í Ijós svipaðar aðstæð-
ur og hjá karfaseiðunum. í fyrstu (st. 2) er fæðusviðið býsna fjöl-
breytt, þó ekki sé þar feitan gölt að flá samanborið við karfaseiðin,
en þrengist síðan. Á stöð 28—33 er aðeins um tvær fæðutegundir
að ræða. Þetta staðfestir það, sem sagt er viðvíkjandi karfaseiðun-
um um verra ástand dýrasvifsins. Fjöldi loðnuseiðanna á stöð 4—
33 (allt að 12500) leiðir til meiri eða minni samkeppni þeirra á
milli um fæðuna. Auk þess verða þau fyrir samkeppni af hálfu
karfaseiðanna á nokkrum stöðvum. Eftir stöð 33 batna fæðuskilyrð-
in greinilega. Að öllum líkindum leiðir þetta af betra ástandi
dýrasvifsins, þar sem seiðunum fækkar ekki. Auk heldur er hér
ekki samkeppni milli karfa- og loðnuseiða (interspecific competi-
tion) til að dreifa, þar sem þau fyrrnefndu eru ekki til staðar á
norðursvæði.
Fæðan með tilliti til stærðar fisksins
Hér skal að lokum vikið lítillega að breytileika í fæðuvali seið-
anna eftir stærð (lengd) þeirra. Þar sem stærðarmunur seiðanna á
hverri einstakri stöð er oftast fremur lítill er ekki um annað að
ræða en líta á hverja fisktegund í lieild (án tillits til einstakra
stöðva), enda þótt slíkt útiloki, að hægt sé að taka mismunandi
fæðuframboð á einstökum stöðvum inn í dæmið.
Breytileiki fæðunnar er gefinn til kynna með hlutfallslegri ein-
staklingsmergð hvers fæðuhóps, fyrir sérhvern lengdarflokk.