Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
15
Ýsa
Ýsuseiðunum er skipt niður í þrjá, nokkuð ójaí'na lengdarflokka.
í ljós kemur, að mest er um minni fæðudýrin, Verruca og Acartia,
í fyrsta lengdarflokknum (33—49 mm). í miðlengdarflokknum eru
þau mun færri og í stærsta flokknum eru þau síðan ekki lengur til
staðar (4. mynd). Þetta er í góðu samræmi við þá skoðun, að stærð
fæðudýranna sé háð stærð, eða ginstærð fisksins (Wiborg, 1948).
Smávaxin fæðudýr munu þannig vera heldur óheppileg til fæðu fyrir
stóra fiska. Ástæðu þess er ekki beint að leita í líkamsbyggingu fisks-
ins, svo sem ginstærð, heldur í þeirri staðreynd, að hin smáu, en
}dó viðbragðsfljótu fæðudýr hafa ekki nægjanlegt næringargildi til
þess að bæta fiskinum þá orku, sem hann eyðir við að fanga bráð-
ina.
Stærri fæðudýrin, rauðáta, Temora, Decapoda og Euphausiacea
(ljósáta), eru algengari í fæðu stærri fiskanna en þeirra minni og
er það í samræmi við það, sem áður er sagt. Decapoda og ljósáta
4 mynd. Aðalíæðudýr ýsuseiða með tilliti til lengdar seiðanna.